17 maí 2007Annar keppnisdagur íslensku unglingalandsliðanna á Norðurlandamótinu í Solna í Svíþjóð endaði á góðu nótunum þegar 16 ára lið karla vann frábæran sigur á heimamönnum í Svíþjóð. Á sama tíma sýndu 18 ára stelpurnar mjög góðan leik á móti Finnum en urðu á endanum að sætta sig við naumt fimm stiga tap. 16 ára stelpurnar og 18 ára strákarnir töpuðu sínum leikjum fyrr í kvöld, stelpurnar með 16 stigum á móti Dönum en strákarnir með 10 stigum á móti Norðmönnum. Eftir fyrstu tvo dagana hafa 16 ára strákarnir stolið senunni og unnið báða sigra íslensku liðanna til þess á mótinu. Sextán ára strákarnir unnu stórglæsilegan 13 stiga sigur á Svíum, 68-55, og unnu þar með leiki sína í dag með samtals 56 stigum því Norðmenn lágu með 43 stigum fyrr í dag. Strákarnir sýndu mikinn styrk með því að vinna sterkt lið Svía þegar búnir að spila 40 mínútur fyrr í dag. Benedikt Guðmundsson er greinilega kominn með spennandi lið í hendurnar og nú verður gaman að sjá hvernig gengur í næstu leikjum gegn Dönum og Finnum sem bæði hafa verið að gera góða hluti á mótinu til þessa. Íslenska liðið var með frumkvæðið í öllum leiknum, 6 stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann (17-11), þremur stigum yfir í hálfleik (30-27) og með eins stigs forskot, 42-41, fyrir lokaleikhlutann. Svíar komust reyndar yfir um miðja fjórða leikhlutann en strákarnir svöruðu með góðum endaspretti og unnu síðustu fimm mínúturnar 20-9. Fyrirliðinn Ægir Þór Steinarson átti frábæran leik og var allt í öllu og þá má ekki gleyma að minnast á þátt Hauks Óksarssonar sem setti niður stórar körfur í leiknum. Annars voru margir leikmenn liðsins að spila vel sem lofar góðu fyrir framhaldið. 16 ára strákar: Ísland-Svíþjóð 68-55 Stigaskorið: Ægir Þór Steinarsson 20 (hitti úr 7 af 11 skotum, 6 stolnir, 5 stoðsendingar, 5 fráköst) Haukur Helgi Pálsson 12 (6 fráköst) Haukur Óskarsson 11 (3 stoðsendingar, hitti úr 3 af 7 þriggja stiga skotum) Arnþór Guðmundsson 8 (3 stolnir) Þorgrímur Björnsson 6 (6 fráköst) Tómas Tómasson 6 (3 stoðsendingar) Daði Berg Grétarsson 3 Trausti Eiríksson 2. Íslensku stelpurnar í 18 ára liðinu bæði byrjuðu og enduðu leikinn gegn Finnum frábærlega en misstu dampinn um hann miðjan sem kostaði að Finnar voru komnir 19 stigum yfir, 44-63, þegar rúmar 8 mínútur voru eftir. Íslensku stelpurnar unnu lokamínúturnar 19-5 en endaspretturinn kom aðeins of seint og þær finnsku sluppu með 63-68 sigur. Íslensku stelpurnar komust í 9-0 og 13-3 í upphafi leiks en voru komnar fimm stigum undir í hálfleik, 34-39. Þetta var annar leikur íslenska liðsins í dag en sá fyrri tapaðist með 14 stigum fyrir Svíum. Það er ljóst á úrslitum dagsins að íslensku stelpurnar eru búnar að taka miklum framförum frá því þær voru í 16 ára liðinu fyrir tveimur árum. Þá töpuðu þær með 40 og 39 stigum fyrir Svíum og Finnum en nú var munurinn aðeins 19 stig samtals í leikjum tveimur í dag. Þetta er því bæting um 60 stig sem er allt annað en slæmt. 18 ára stelpur: Ísland-Finnland 63-68 Stigaskorið: Unnur Tara Jónsdóttir 14 (5 stolnir, 10 stig í fjórða leikhluta) Margrét Kara Sturludóttir 13 (8 fráköst, 4 stolnir, 8 fiskaðar villur) Ingibjörg Jakobsdóttir 8 (8 stoðsendingar) Berglind Anna Magnúsdóttir 7 Jóhanna Björk Sveinsdóttir 6 (5 fráköst, 12 mínútur) Íris Sverrisdóttir 5 (4 fráköst, 4 stoðsendingar) Ragna Margrét Brynjarsdóttir 5 (9 fráköst, 3 varin) Lilja Ósk Sigmarsdóttir 2 (4 fráköst) Hafrún Hálfdánardóttir 2 Klara Guðmundsdóttir 1 Sextán ára lið kvenna tapaði með 16 stigum á móti Dönum sem höfðu fyrr um daginn unnið glæsilegan sigur á Finnum. Danska liðið er líklega á leiðinni í úrslitaleikinn og því sterkt lið hér á ferðinni. Íslensku stelpurnar léku mun betur í síðari hálfleik en þeim fyrri og unnu meðal annars þriðja leikhlutann 14-10. Guðbjörg Sverrisdóttir sprakk út í seinni hálfleik og skoraði þá 12 stig. 16 ára stelpur: Ísland-Danmörk 36-52 Stigaskorið: Guðbjörg Sverrisdóttir 16 (11 fráköst, 6 stolnir, 2 stoðsendingar, 12 stig í seinni) Lóa Dís Másdóttir 6 (7 fráköst, 3 stolnir, 2 stoðsendingar) Heiðrún Kristmundsdóttir 4 (3 stolnir, 2 stoðsendingar) María Ben Jónsdóttir 4 (3 fráköst, 7 mínútur) Elma Jóhannsdóttir 2 (4 fráköst) Heiðrún Hödd Jónsdóttir 2 (4 fráköst) Salbjörg Sævarsdóttir 2 (2 varin) 18 ára strákarnir hafa ollið miklum vonbrigðum hér í Svíþjóð en þeir hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á móti Dönum og svo Norðmönnum í dag. Þetta lið fór í úrslitaleikinn fyrir tveimur árum og tapaði þá bara einum leik en í ár hefur lítið gengið upp hjá strákunum. Liðið tapaði með tíu stigum á móti Norðmönnum í dag, 58-68. Strákarnir voru staðráðnir í að bæta fyrir tapið á móti Dönum í gær en góð byrjun, þar sem þeir komust í 20-9, dugði ekki til og leikurinn rann frá þeim í fjórða leikhlutanum sem tapaðist 11-25. Með þessu tapi eru vonirnar um að komast aftur í úrslitaleikinn að engu orðnar. 18 ára strákar: Ísland-Noregur 58-68 Stigaskorið: Þröstur Leó Jóhannsdóttir 13 (13 fráköst) Rúnar Ingi Erlingsson 13 (4 fráköst, 3 stoðsendingar) Elías Kristjánsson 10 (3 stoðsendingar) Örn Sigurðarson 9 (7 fráköst) Hjörtur Hrafn Einarsson 8 (6 fráköst) Ari Gylfason 4 Björgvin Valentínusarson 1
Frábær sigur sextán ára strákanna á Svíum
17 maí 2007Annar keppnisdagur íslensku unglingalandsliðanna á Norðurlandamótinu í Solna í Svíþjóð endaði á góðu nótunum þegar 16 ára lið karla vann frábæran sigur á heimamönnum í Svíþjóð. Á sama tíma sýndu 18 ára stelpurnar mjög góðan leik á móti Finnum en urðu á endanum að sætta sig við naumt fimm stiga tap. 16 ára stelpurnar og 18 ára strákarnir töpuðu sínum leikjum fyrr í kvöld, stelpurnar með 16 stigum á móti Dönum en strákarnir með 10 stigum á móti Norðmönnum. Eftir fyrstu tvo dagana hafa 16 ára strákarnir stolið senunni og unnið báða sigra íslensku liðanna til þess á mótinu. Sextán ára strákarnir unnu stórglæsilegan 13 stiga sigur á Svíum, 68-55, og unnu þar með leiki sína í dag með samtals 56 stigum því Norðmenn lágu með 43 stigum fyrr í dag. Strákarnir sýndu mikinn styrk með því að vinna sterkt lið Svía þegar búnir að spila 40 mínútur fyrr í dag. Benedikt Guðmundsson er greinilega kominn með spennandi lið í hendurnar og nú verður gaman að sjá hvernig gengur í næstu leikjum gegn Dönum og Finnum sem bæði hafa verið að gera góða hluti á mótinu til þessa. Íslenska liðið var með frumkvæðið í öllum leiknum, 6 stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann (17-11), þremur stigum yfir í hálfleik (30-27) og með eins stigs forskot, 42-41, fyrir lokaleikhlutann. Svíar komust reyndar yfir um miðja fjórða leikhlutann en strákarnir svöruðu með góðum endaspretti og unnu síðustu fimm mínúturnar 20-9. Fyrirliðinn Ægir Þór Steinarson átti frábæran leik og var allt í öllu og þá má ekki gleyma að minnast á þátt Hauks Óksarssonar sem setti niður stórar körfur í leiknum. Annars voru margir leikmenn liðsins að spila vel sem lofar góðu fyrir framhaldið. 16 ára strákar: Ísland-Svíþjóð 68-55 Stigaskorið: Ægir Þór Steinarsson 20 (hitti úr 7 af 11 skotum, 6 stolnir, 5 stoðsendingar, 5 fráköst) Haukur Helgi Pálsson 12 (6 fráköst) Haukur Óskarsson 11 (3 stoðsendingar, hitti úr 3 af 7 þriggja stiga skotum) Arnþór Guðmundsson 8 (3 stolnir) Þorgrímur Björnsson 6 (6 fráköst) Tómas Tómasson 6 (3 stoðsendingar) Daði Berg Grétarsson 3 Trausti Eiríksson 2. Íslensku stelpurnar í 18 ára liðinu bæði byrjuðu og enduðu leikinn gegn Finnum frábærlega en misstu dampinn um hann miðjan sem kostaði að Finnar voru komnir 19 stigum yfir, 44-63, þegar rúmar 8 mínútur voru eftir. Íslensku stelpurnar unnu lokamínúturnar 19-5 en endaspretturinn kom aðeins of seint og þær finnsku sluppu með 63-68 sigur. Íslensku stelpurnar komust í 9-0 og 13-3 í upphafi leiks en voru komnar fimm stigum undir í hálfleik, 34-39. Þetta var annar leikur íslenska liðsins í dag en sá fyrri tapaðist með 14 stigum fyrir Svíum. Það er ljóst á úrslitum dagsins að íslensku stelpurnar eru búnar að taka miklum framförum frá því þær voru í 16 ára liðinu fyrir tveimur árum. Þá töpuðu þær með 40 og 39 stigum fyrir Svíum og Finnum en nú var munurinn aðeins 19 stig samtals í leikjum tveimur í dag. Þetta er því bæting um 60 stig sem er allt annað en slæmt. 18 ára stelpur: Ísland-Finnland 63-68 Stigaskorið: Unnur Tara Jónsdóttir 14 (5 stolnir, 10 stig í fjórða leikhluta) Margrét Kara Sturludóttir 13 (8 fráköst, 4 stolnir, 8 fiskaðar villur) Ingibjörg Jakobsdóttir 8 (8 stoðsendingar) Berglind Anna Magnúsdóttir 7 Jóhanna Björk Sveinsdóttir 6 (5 fráköst, 12 mínútur) Íris Sverrisdóttir 5 (4 fráköst, 4 stoðsendingar) Ragna Margrét Brynjarsdóttir 5 (9 fráköst, 3 varin) Lilja Ósk Sigmarsdóttir 2 (4 fráköst) Hafrún Hálfdánardóttir 2 Klara Guðmundsdóttir 1 Sextán ára lið kvenna tapaði með 16 stigum á móti Dönum sem höfðu fyrr um daginn unnið glæsilegan sigur á Finnum. Danska liðið er líklega á leiðinni í úrslitaleikinn og því sterkt lið hér á ferðinni. Íslensku stelpurnar léku mun betur í síðari hálfleik en þeim fyrri og unnu meðal annars þriðja leikhlutann 14-10. Guðbjörg Sverrisdóttir sprakk út í seinni hálfleik og skoraði þá 12 stig. 16 ára stelpur: Ísland-Danmörk 36-52 Stigaskorið: Guðbjörg Sverrisdóttir 16 (11 fráköst, 6 stolnir, 2 stoðsendingar, 12 stig í seinni) Lóa Dís Másdóttir 6 (7 fráköst, 3 stolnir, 2 stoðsendingar) Heiðrún Kristmundsdóttir 4 (3 stolnir, 2 stoðsendingar) María Ben Jónsdóttir 4 (3 fráköst, 7 mínútur) Elma Jóhannsdóttir 2 (4 fráköst) Heiðrún Hödd Jónsdóttir 2 (4 fráköst) Salbjörg Sævarsdóttir 2 (2 varin) 18 ára strákarnir hafa ollið miklum vonbrigðum hér í Svíþjóð en þeir hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á móti Dönum og svo Norðmönnum í dag. Þetta lið fór í úrslitaleikinn fyrir tveimur árum og tapaði þá bara einum leik en í ár hefur lítið gengið upp hjá strákunum. Liðið tapaði með tíu stigum á móti Norðmönnum í dag, 58-68. Strákarnir voru staðráðnir í að bæta fyrir tapið á móti Dönum í gær en góð byrjun, þar sem þeir komust í 20-9, dugði ekki til og leikurinn rann frá þeim í fjórða leikhlutanum sem tapaðist 11-25. Með þessu tapi eru vonirnar um að komast aftur í úrslitaleikinn að engu orðnar. 18 ára strákar: Ísland-Noregur 58-68 Stigaskorið: Þröstur Leó Jóhannsdóttir 13 (13 fráköst) Rúnar Ingi Erlingsson 13 (4 fráköst, 3 stoðsendingar) Elías Kristjánsson 10 (3 stoðsendingar) Örn Sigurðarson 9 (7 fráköst) Hjörtur Hrafn Einarsson 8 (6 fráköst) Ari Gylfason 4 Björgvin Valentínusarson 1