16 maí 2007Sextán ára landslið kvenna ríður á vaðið á Norðurlandamóti unglinga í körfubolta sem hefst í Solna í Stokkhólmi í kvöld. Stelpurnar mæta þá Finnum klukkan 19.00 á sænskum tíma eða klukkan fimm að íslenskum tíma. Strax á eftir, eða klukkan sjö að íslenskum tíma, leika síðan 18 ára strákarnir við Dani en leikirnir fara fram í Solnahallen (Sjá mynd [v+]http://www.solnavikings.se/portal/home.asp?Content_ID=5[v-]hér[slod-]). Það er hægt að fylgjast með gangi mála í leikjunum í beinni á netinu en á heimasíðu sænska körfuboltasambandsins verður send út bein textalýsing með tölfræði leikjanna. Það er hægt að nálgast hana [v+]http://smartstat.svenskidrott.se/netcasting/[v-]hér[slod-] en þar nýta Svíarnir sér tölfræðiforrit Fibaeurope þar sem er hægt að sjá hver skorar, tekur fráköstin eða reynir skot á körfuna aðeins nokkrum sekúndum eftir að það gerist í Solnahallen. Á hverri stundu er jafnframt hægt að fylgjast með hverjir eru inn á vellinum, hver staðan sé og hvað sé mikið eftir af leiknum. Það geta því allir fylgst vel með gangi mála hjá íslensku landsliðinum á Norðurlandamótinu í ár. Þeir sem vilja fá upplýsingar um dagskránna eða nálgast úrslita allra leikja á mótinu er bent á úrslitasíðu sænska körfuboltasambandsins en hana má finna [v+]http://www.basket.se/t1.asp?p=104847[v-]hér[slod-]. Heimsíðan mun síðan að sjálfsögðu koma með frekari fréttir af leikjunum seinna í kvöld sem og að ætlunin er að birta á síðunni myndir frá leikjum allra íslensku liðanna á Norðurlandamótinu. Snorri Örn Arnaldsson er mættur út með myndavélina líkt og í fyrra og hann ætlar að reyna að fanga skemmtileg augnablik frá baráttu íslensku krakkanna við jafnaldra þeirra á Norðurlöndum. Myndin er af Arnþóri Guðmundssyni, leikmanni Fjölnis og 16 ára landsliðs karla.
Hægt að fylgjast með krökkunum í beinni á netinu
16 maí 2007Sextán ára landslið kvenna ríður á vaðið á Norðurlandamóti unglinga í körfubolta sem hefst í Solna í Stokkhólmi í kvöld. Stelpurnar mæta þá Finnum klukkan 19.00 á sænskum tíma eða klukkan fimm að íslenskum tíma. Strax á eftir, eða klukkan sjö að íslenskum tíma, leika síðan 18 ára strákarnir við Dani en leikirnir fara fram í Solnahallen (Sjá mynd [v+]http://www.solnavikings.se/portal/home.asp?Content_ID=5[v-]hér[slod-]). Það er hægt að fylgjast með gangi mála í leikjunum í beinni á netinu en á heimasíðu sænska körfuboltasambandsins verður send út bein textalýsing með tölfræði leikjanna. Það er hægt að nálgast hana [v+]http://smartstat.svenskidrott.se/netcasting/[v-]hér[slod-] en þar nýta Svíarnir sér tölfræðiforrit Fibaeurope þar sem er hægt að sjá hver skorar, tekur fráköstin eða reynir skot á körfuna aðeins nokkrum sekúndum eftir að það gerist í Solnahallen. Á hverri stundu er jafnframt hægt að fylgjast með hverjir eru inn á vellinum, hver staðan sé og hvað sé mikið eftir af leiknum. Það geta því allir fylgst vel með gangi mála hjá íslensku landsliðinum á Norðurlandamótinu í ár. Þeir sem vilja fá upplýsingar um dagskránna eða nálgast úrslita allra leikja á mótinu er bent á úrslitasíðu sænska körfuboltasambandsins en hana má finna [v+]http://www.basket.se/t1.asp?p=104847[v-]hér[slod-]. Heimsíðan mun síðan að sjálfsögðu koma með frekari fréttir af leikjunum seinna í kvöld sem og að ætlunin er að birta á síðunni myndir frá leikjum allra íslensku liðanna á Norðurlandamótinu. Snorri Örn Arnaldsson er mættur út með myndavélina líkt og í fyrra og hann ætlar að reyna að fanga skemmtileg augnablik frá baráttu íslensku krakkanna við jafnaldra þeirra á Norðurlöndum. Myndin er af Arnþóri Guðmundssyni, leikmanni Fjölnis og 16 ára landsliðs karla.