14 maí 2007Luis Scola, leikmaður Tau Ceramica, var valinn leikmaður ársins í spænsku ABC deildinni. Scola, sem einnig hlaut þennan heiður árið 2005, var lykileikmaður í liði Tau Ceramica sem að var með bestann árangur í spænsku deildinni í vetur. Hann var 5 sinnum valinn leikmaður vikunnar í vetur og einnig útnefndur leikmaður mánaðarins í febrúar. Scola var að auki valinn í 5 manna lið deildarinnar. Með honum í liðinu voru Pablo Prigioni, sem leikur einnig með Tau Ceramica, Rudy Fernandez sem leikur með DKV Joventut, úr Barcelona kom Juan Carlos Navarro og Felipe Reyes kom frá Real Madrid. Spænska deildin er ein af þeim sterkustu í heimi og telja margir að þessir leikmenn gætu leikið í NBA deildinni við góðan orðstír.