11 maí 2007Nú er undirbúningur yngri landsliða fyrir Norðurlandamótið í Solna í fullum gangi. Liðin eru að æfa stíft og stefna á að leika æfingaleiki áður en haldið er til Svíþjóðar. U18 ára lið karla mun leika æfingaleik klukkan 14:00 á morgun í Njarðvík gegn Suðurnesjaúrvali. Liðið stefnir síðan á að mæta styrktu liði KR klukkan 18:00 á mánudag í Kennaraháskólanum, en KR liðið mun fá nokkra drengi af höfðuborgarsvæðinu til þess að leggja sér lið í leiknum. U16 ára lið karla mun leika æfingaleik í Þorlákshöfn á sunnudag klukkan 12:00. Heimamenn munu taka á móti þeim með úrvalshópi af Suðurlandi. U18 ára lið kvenna mun leika æfingaleik við Hauka klukkan 20:00 á mánudaginn að Ásvöllum í Hafnarfirði. Þær stefna svo á að leika við U16 ára lið kvenna á þriðjudag. U16 ára lið kvenna stefnir á að leika 1993 árgang drengja hjá Breiðablik og við 18 ára lið kvenna eins og áður sagði. Það er gaman fyrir áhugasama að kíkja á einhverja af þessum leikjum og sjá efnilegustu leikmenn landsins spreyta sig í æfingaleikjunum.