10 maí 2007Nú þegar tímabilinu er lokið og menn farnir að huga að næsta tímabili koma þjálfaramál oft upp í huga margra. Því er viðeigandi að líta aðeins á þjálfarasögu efstu deildar karla. Nú þegar eru orðnar einhverjar hræringar á þjálfaramarkaðnum og enn meiri vangaveltur og sögusagnir eru komnar af stað. Það er því mjög áhugavert að skoða [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?adgerd=ein&id=103[v-]þjálfarasögu úrvalsdeildar karla í körfubolta[slod-] sem að Óskar Ó. Jónsson og Rúnar B. Gíslason hefur tekið saman. Þarna er hægt að skoða sigurhlutfall þjálfara í efstu deild karla og einnig árangur þeirra í úrslitakeppni KKÍ. Þetta er ítarleg samantekt sem mjög áhugavert er að skoða.