10 maí 2007Norðurlandamót unglinga fer fram í Solna í Svíþjóð 16. - 20. maí næstkomandi. Ísland sendir 4 lið til keppni í mótinu. Óskar Ófeigur Jónsson hefur tekið saman [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?adgerd=ein&id=328[v-]sögu mótanna síðan 2003[slod-] og sett á heimasíðu KKÍ. Svíþjóð hefur unnið flesta titla síðan 2003, alls 11 talsins en Ísland er í öðru sæti með 4 titla og Finnland hefur sigrað einu sinni. Bestum árangri náði Ísland 2004 þegar íslensku liðin sigruðu þrjá af fjórum mögulegum titlum. Í fyrra sigraði svo 18 ára landslið karla á mótinu. Óskar hefur einnig tekið saman ýmsa aðra tölfræðiþætti. Má þar nefna stigahæstu leikmenn liðanna, árangur þjálfara og gengi gegn einstökum landsliðum. Í pistlinum má einnig finna leikmannahópana sem að hafa keppt á NM í Svíþjóð og hópana sem að fara í ár.
Saga NM unglinga
10 maí 2007Norðurlandamót unglinga fer fram í Solna í Svíþjóð 16. - 20. maí næstkomandi. Ísland sendir 4 lið til keppni í mótinu. Óskar Ófeigur Jónsson hefur tekið saman [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?adgerd=ein&id=328[v-]sögu mótanna síðan 2003[slod-] og sett á heimasíðu KKÍ. Svíþjóð hefur unnið flesta titla síðan 2003, alls 11 talsins en Ísland er í öðru sæti með 4 titla og Finnland hefur sigrað einu sinni. Bestum árangri náði Ísland 2004 þegar íslensku liðin sigruðu þrjá af fjórum mögulegum titlum. Í fyrra sigraði svo 18 ára landslið karla á mótinu. Óskar hefur einnig tekið saman ýmsa aðra tölfræðiþætti. Má þar nefna stigahæstu leikmenn liðanna, árangur þjálfara og gengi gegn einstökum landsliðum. Í pistlinum má einnig finna leikmannahópana sem að hafa keppt á NM í Svíþjóð og hópana sem að fara í ár.