7 maí 2007Eins og nokkur síðastliðin ár stendur KKÍ fyrir úrvalsbúðum fyrir efnilega leikmenn, bæði fyrir drengi og stúlkur, en í ár verða búðirnar kynjaskiptar. Úrvalsbúðirnar eru undanfari yngri landsliða KKÍ. Að þessu sinni eru það leikmenn fæddir 1994, 1995 og 1996 sem eiga kost á þátttöku í búðunum sem haldnar verða annars vegar 9.-10. júní og hins vegar 25.-26. ágúst næstkomandi. Nánari upplýsingar um búðirnar verða í bréfi sem sent verður til þeirra sem tilnefndir eru. KKÍ leitar nú til aðildarfélaga og þjálfara um að tilnefna leikmenn í búðirnar og koma þeim framfæri á skrifstofu KKÍ í tölvupósti eigi síðar en fimmtudaginn 10. maí. Hægt er að senda á netfangið [p+]oddur.johannsson@kki.is [p-]oddur@kki.is[slod-].
Úrvalsbúðir KKÍ
7 maí 2007Eins og nokkur síðastliðin ár stendur KKÍ fyrir úrvalsbúðum fyrir efnilega leikmenn, bæði fyrir drengi og stúlkur, en í ár verða búðirnar kynjaskiptar. Úrvalsbúðirnar eru undanfari yngri landsliða KKÍ. Að þessu sinni eru það leikmenn fæddir 1994, 1995 og 1996 sem eiga kost á þátttöku í búðunum sem haldnar verða annars vegar 9.-10. júní og hins vegar 25.-26. ágúst næstkomandi. Nánari upplýsingar um búðirnar verða í bréfi sem sent verður til þeirra sem tilnefndir eru. KKÍ leitar nú til aðildarfélaga og þjálfara um að tilnefna leikmenn í búðirnar og koma þeim framfæri á skrifstofu KKÍ í tölvupósti eigi síðar en fimmtudaginn 10. maí. Hægt er að senda á netfangið [p+]oddur.johannsson@kki.is [p-]oddur@kki.is[slod-].