6 maí 2007Í dag og kvöld verður leikið um sæti í Meistaradeild Evrópu en leikið er í Grikklandi. Klukkan 15:30 leika spænsku liðin Unicaja Malaga og Tau Ceramica um bronsið. Úrslitaleikurinn hefst svo klukkan 18:30 og þar mæstast CSKA Moscow meistararnir frá síðustu leiktíð og gríska liðið Panathinaikos. Þjálfarar liðanna þeir Ettore Messina þjálfari CSKA Moscow og Zelimir Obradovic þjálfari Panathinaikos eru tveir af bestu þjálfurum heims. Þeir hafa unnið þennan titil nokkrum sinnum og með mismunandi liðum. Árið 2002 mættust þeir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þegar Messina var með lið Kinder Bologna frá Ítalíu og Obradovic með lið Panathinaikos. Þá hafði Obradovic betur. Hægt er að fylgjast með gangi mála í leikjunum [v+]http://www.euroleague.net/[v-]hér[slod-]
Úrslitaleikur í Meistaradeild Evrópu í kvöld
6 maí 2007Í dag og kvöld verður leikið um sæti í Meistaradeild Evrópu en leikið er í Grikklandi. Klukkan 15:30 leika spænsku liðin Unicaja Malaga og Tau Ceramica um bronsið. Úrslitaleikurinn hefst svo klukkan 18:30 og þar mæstast CSKA Moscow meistararnir frá síðustu leiktíð og gríska liðið Panathinaikos. Þjálfarar liðanna þeir Ettore Messina þjálfari CSKA Moscow og Zelimir Obradovic þjálfari Panathinaikos eru tveir af bestu þjálfurum heims. Þeir hafa unnið þennan titil nokkrum sinnum og með mismunandi liðum. Árið 2002 mættust þeir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þegar Messina var með lið Kinder Bologna frá Ítalíu og Obradovic með lið Panathinaikos. Þá hafði Obradovic betur. Hægt er að fylgjast með gangi mála í leikjunum [v+]http://www.euroleague.net/[v-]hér[slod-]