6 maí 2007Nú rétt í þessu lauk leik Panathinaikos og CSKA Moscow og höfðu Grikkirnir betur á heimavelli. Panathinaikos vel hvattir áfram af 18.000 grískum áhorfendum leiddu allan leikinn. Í lokin voru leikmenn CSKA nálægt því að jafna en það tókst ekki og þar með eru Panathinaikos sigurvergarar í Meistaradeild Evrópu 2007. Leiknum lauk 93:91 Kostas Tsartsaris fyrrum leikmaður Grindavíkur kom aðeins við sögu í leiknum en komst ekki á blað. Fyrr í dag sigraði Unicaja Malaga í leiknum um 3. sætið. Hægt er að lesa viðtöl og ýmislegt um leikina [v+]http://www.euroleague.net/[v-]hér[slod-]