3 maí 2007Um þessar mundir eru danskar minniboltastelpur frá BK Amager í heimsókn á Íslandi. Amagerstelpurnar munu nýta tímann vel á Íslandi, leika nokkra æfingaleiki, taka þátt í æfingamóti og skoða land og þjóð. Dönsku stelpurnar eru fæddar árið 1996. Liðið er þjálfað af Gunni Bjarnadóttur og hefur hún verið með liðið í þrjú ár. Gunnur er að gera mjög góða hluti með lið sitt því þær eru taldar vera með besta liðið í Kaupmannahöfn í 1996-aldursflokknum. Á sínum yngri árum lék Gunnur körfu með ÍR og var góð í sinni íþrótt. Á föstudaginn munu Amagerstelpurnar leika við Fjölni (1995/1996) og mun sá leikur fara fram í Dalhúsum kl. 17:00. Eftir leikinn munu liðin fara saman á veitingastað og snæða flatbökur. Á laugardaginn fer Amager til Grindavíkur. Hinn góði og duglegi körfuknattleiksþjálfari Ellert Magnússon hefur skipulagt sex liða mót sem byrjar kl. 12:00 og lýkur um kl. 17:00. Á sunnudaginn munu dönsku stelpurnar heimsækja KR-inga í DHL höllinni og leika tvo leiki. Fyrri leikurinn byrjar kl. 10:30 og í þeim leik mun Amager leika við 1995-stelpurnar í KR. Seinni leikurinn hefst kl. 13:00 og verður hann á milli Amager og hóps af KR-stelpum sem eru fæddar 1997, 1996 og 1994.
Danskt lið í keppnisferð á Íslandi
3 maí 2007Um þessar mundir eru danskar minniboltastelpur frá BK Amager í heimsókn á Íslandi. Amagerstelpurnar munu nýta tímann vel á Íslandi, leika nokkra æfingaleiki, taka þátt í æfingamóti og skoða land og þjóð. Dönsku stelpurnar eru fæddar árið 1996. Liðið er þjálfað af Gunni Bjarnadóttur og hefur hún verið með liðið í þrjú ár. Gunnur er að gera mjög góða hluti með lið sitt því þær eru taldar vera með besta liðið í Kaupmannahöfn í 1996-aldursflokknum. Á sínum yngri árum lék Gunnur körfu með ÍR og var góð í sinni íþrótt. Á föstudaginn munu Amagerstelpurnar leika við Fjölni (1995/1996) og mun sá leikur fara fram í Dalhúsum kl. 17:00. Eftir leikinn munu liðin fara saman á veitingastað og snæða flatbökur. Á laugardaginn fer Amager til Grindavíkur. Hinn góði og duglegi körfuknattleiksþjálfari Ellert Magnússon hefur skipulagt sex liða mót sem byrjar kl. 12:00 og lýkur um kl. 17:00. Á sunnudaginn munu dönsku stelpurnar heimsækja KR-inga í DHL höllinni og leika tvo leiki. Fyrri leikurinn byrjar kl. 10:30 og í þeim leik mun Amager leika við 1995-stelpurnar í KR. Seinni leikurinn hefst kl. 13:00 og verður hann á milli Amager og hóps af KR-stelpum sem eru fæddar 1997, 1996 og 1994.