1 maí 2007Tveir einstaklingar fengu sérstakar viðurkenningar á lokahófi KKÍ. Þetta voru þau Hafdís Helgadóttir og Valur Ingimundarson. Hafdís fékk silfurmerki KKÍ og Valur fékk gullmerki KKÍ. Hafdís Helgadóttir bætti í vetur leikjametið í efstu deild kvenna en Hafdís hefur nú leikið tuttugu og tvö tímabil í röð í efstu deild, allt frá því að hún lék sitt fyrsta tímabil veturinn 1985 til 1986. Síðan þá hefur Hafdís leikið þrjúhundruð þrjátíu og fimm deildarleiki í fyrstu deild kvenna Hafdís hefur leikið allan sinn feril með ÍS og hefur unnið fjóra stóra titla með liðinu Það er ekki nóg með að Hafdís hafi bætt leikjametið heldur hefur hún sett Íslandsmet í boltagrein með því að taka þátt tuttugu og tveimur Íslandsmótum í röð. Þetta hefur Hafdís afrekað þrátt fyrir að eignast þrjú börn en hún hefur á leikið á bilinu fimm til tuttugu og einn leik á þessum tuttugu og tveimur tímabilum. [v+]http://www.kki.is/tolfraedi_ferill_leikmanns.asp?Felaganumer=7632[v-]Valur Ingimundarson[slod-] lék með Njarðvík í ellefu ár í efstu deild og vann með þeim átta Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla. Fjögur af þessum ellefu árum var hann jafnframt þjálfari Njarðvíkinga. Hann þjálfaði lið Tindastóls í alls átta ár og vann með þeim Eggjabikarinn 1999. Liðið komst í úrslit Íslandsmótsins 2001. Síðustu fimm ár hefur Valur þjálfað Skallagrím og náð eftirtektarverðum árangri með liðið en Skallagrímur komst meðal annars í úrslit Iceland Express deildarinnar á síðasta ári í fyrsta skipti í sögu félagsins Valur þjálfaði einnig um tíma í Danmörku, en hann var þá þjálfari BK Odense og kom þeim úr annari deild upp í toppslag efstudeildar á þremur árum. Valur er stigahæsti leikmaður efstu deildar karla frá upphafi og afrekaði að skora yfir tuttugu stig að meðaltali yfir tímabil – tíu tímabil í röð. Ásamt því var hann valinn oft og iðulega í úrvalslið efstu deildar og þrisvar sinnum besti leikmaður deildarinnar, auk þess að vera í byrjunarliði aldarinnar sem valið var um aldamótin síðustu. Valur var einnig lykilmaður í íslenska landsliðinu í um fimmtán ár og lék með því hundrað sextíu og fmm leiki og er því næst landsleikjahæstur Íslendinga frá upphafi.
Heiðursveitingar á lokahófi KKÍ
1 maí 2007Tveir einstaklingar fengu sérstakar viðurkenningar á lokahófi KKÍ. Þetta voru þau Hafdís Helgadóttir og Valur Ingimundarson. Hafdís fékk silfurmerki KKÍ og Valur fékk gullmerki KKÍ. Hafdís Helgadóttir bætti í vetur leikjametið í efstu deild kvenna en Hafdís hefur nú leikið tuttugu og tvö tímabil í röð í efstu deild, allt frá því að hún lék sitt fyrsta tímabil veturinn 1985 til 1986. Síðan þá hefur Hafdís leikið þrjúhundruð þrjátíu og fimm deildarleiki í fyrstu deild kvenna Hafdís hefur leikið allan sinn feril með ÍS og hefur unnið fjóra stóra titla með liðinu Það er ekki nóg með að Hafdís hafi bætt leikjametið heldur hefur hún sett Íslandsmet í boltagrein með því að taka þátt tuttugu og tveimur Íslandsmótum í röð. Þetta hefur Hafdís afrekað þrátt fyrir að eignast þrjú börn en hún hefur á leikið á bilinu fimm til tuttugu og einn leik á þessum tuttugu og tveimur tímabilum. [v+]http://www.kki.is/tolfraedi_ferill_leikmanns.asp?Felaganumer=7632[v-]Valur Ingimundarson[slod-] lék með Njarðvík í ellefu ár í efstu deild og vann með þeim átta Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla. Fjögur af þessum ellefu árum var hann jafnframt þjálfari Njarðvíkinga. Hann þjálfaði lið Tindastóls í alls átta ár og vann með þeim Eggjabikarinn 1999. Liðið komst í úrslit Íslandsmótsins 2001. Síðustu fimm ár hefur Valur þjálfað Skallagrím og náð eftirtektarverðum árangri með liðið en Skallagrímur komst meðal annars í úrslit Iceland Express deildarinnar á síðasta ári í fyrsta skipti í sögu félagsins Valur þjálfaði einnig um tíma í Danmörku, en hann var þá þjálfari BK Odense og kom þeim úr annari deild upp í toppslag efstudeildar á þremur árum. Valur er stigahæsti leikmaður efstu deildar karla frá upphafi og afrekaði að skora yfir tuttugu stig að meðaltali yfir tímabil – tíu tímabil í röð. Ásamt því var hann valinn oft og iðulega í úrvalslið efstu deildar og þrisvar sinnum besti leikmaður deildarinnar, auk þess að vera í byrjunarliði aldarinnar sem valið var um aldamótin síðustu. Valur var einnig lykilmaður í íslenska landsliðinu í um fimmtán ár og lék með því hundrað sextíu og fmm leiki og er því næst landsleikjahæstur Íslendinga frá upphafi.