30 apr. 2007[v+]http://vf.is/[v-]Víkurfréttir[slod-] fengu fjölmiðlaverðlaun KKÍ, sem veitt voru á lokahófinu um síðustu helgi. Hannes S. Jónsson sagði við afhendingu verðlaunanna að umfjöllun um körfuknattleik hefði almennt verið góð í vetur. Þar má nefna frábærar útsendingar hjá Sýn frá úrslitakeppni karla og beina útsendingu RÚV frá fjórða leik í úrslitum kvenna. Hannes tók fram að umfjöllun um körfubolta skipti hreyfinguna gríðarlega miklu máli. Víkurfréttir hafa lengi fjallað vel um körfubolta. Umfjöllunin í ár var þó framúrskarandi. Ítarleg umfjöllun um leiki, fjölmörg viðtöl og skemmtilegar vídeóklippur að ógleymdum sérlega glæsilegum ljósmyndum blaðamanna Víkurfrétta lyfti þeim skör hærra. Víkurfréttir sinntu öllum aldursflokkum á þessu tímabili til dæmis var bikarkeppni yngri flokka gerð mjög góð skil sem og mótum eins og Samkaupsmótinu. KKÍ ákvað því að veita Víkurfréttum fjölmiðlaverðlaunin að þessu sinni. (mynd: Snorri Örn Arnaldsson, [v+]http://www.flickr.com/photos/snorriorn[v-]http://www.flickr.com/photos/snorriorn[slod-])
Víkurfréttir fengu fjölmiðlaverðlaun KKÍ
30 apr. 2007[v+]http://vf.is/[v-]Víkurfréttir[slod-] fengu fjölmiðlaverðlaun KKÍ, sem veitt voru á lokahófinu um síðustu helgi. Hannes S. Jónsson sagði við afhendingu verðlaunanna að umfjöllun um körfuknattleik hefði almennt verið góð í vetur. Þar má nefna frábærar útsendingar hjá Sýn frá úrslitakeppni karla og beina útsendingu RÚV frá fjórða leik í úrslitum kvenna. Hannes tók fram að umfjöllun um körfubolta skipti hreyfinguna gríðarlega miklu máli. Víkurfréttir hafa lengi fjallað vel um körfubolta. Umfjöllunin í ár var þó framúrskarandi. Ítarleg umfjöllun um leiki, fjölmörg viðtöl og skemmtilegar vídeóklippur að ógleymdum sérlega glæsilegum ljósmyndum blaðamanna Víkurfrétta lyfti þeim skör hærra. Víkurfréttir sinntu öllum aldursflokkum á þessu tímabili til dæmis var bikarkeppni yngri flokka gerð mjög góð skil sem og mótum eins og Samkaupsmótinu. KKÍ ákvað því að veita Víkurfréttum fjölmiðlaverðlaunin að þessu sinni. (mynd: Snorri Örn Arnaldsson, [v+]http://www.flickr.com/photos/snorriorn[v-]http://www.flickr.com/photos/snorriorn[slod-])