26 apr. 2007Borgarstjórn Reykjavíkur hélt í dag boð í Höfða fyrir KR og ÍR í tilefni þess að ÍR-ingar urðu Lýsingarbikarmeistarar hjá körlunum í vetur og KR-ingar urðu Íslandsmeistarar í Iceland Expressdeild karla nýlega. Einnig var stjórn og starfssmönnum KKÍ boðið í Höfða af þessu tilefni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri Reykjavíkur, óskaði liðunum til hamingju með frábæran árangur. Borgarfulltrúar voru ánægðir með það að Reykjavíkurliðin hefðu náð að sigra tvo stærstu titlana. Vilhjálmur borgarstjóri á afmæli í dag 26.apríl og sungu viðstaddir afmælissönginn undir styrkri stjórn Gísla Marteins Baldurssonar borgarfulltrúa. Í boðinu tilkynnti Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs og ÍTR, að til standi að byggja nokkra nýja úti-körfuboltavelli á höfuðborgarsvæðinu, svipaða þeim sem að eru við Holtaskóla í Reykjanesbæ. Björn Ingi sagði að mikill áhugi væri fyrir körfuknattleik í landinu um þessar mundir og að Reykjavíkurborg fyndi fyrir mikilli uppsveiflu íþróttarinnar. Bygging vallanna yrði eflaust mikil lyftistöng fyrir körfuboltann á höfuðborgarsvæðinu. Einnig var sagt frá því að parket verður sett í DHL-höll KR-inga í sumar og að í framtíðinni munu ný íþróttahús sem að borgin byggir verða með parketgólfi. Til stendur að byggja nýtt og glæsilegt íþróttahús í Mjóddinni sem að ÍR-ingar munu hafa afnot af og þar hefur verið ákveðið að hafa parket. Þetta eru mikil gleðitíðindi og verður eflaust til framdráttar fyrir körfuknattleikinn.
Reykjavíkurborg heiðraði meistarana
26 apr. 2007Borgarstjórn Reykjavíkur hélt í dag boð í Höfða fyrir KR og ÍR í tilefni þess að ÍR-ingar urðu Lýsingarbikarmeistarar hjá körlunum í vetur og KR-ingar urðu Íslandsmeistarar í Iceland Expressdeild karla nýlega. Einnig var stjórn og starfssmönnum KKÍ boðið í Höfða af þessu tilefni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri Reykjavíkur, óskaði liðunum til hamingju með frábæran árangur. Borgarfulltrúar voru ánægðir með það að Reykjavíkurliðin hefðu náð að sigra tvo stærstu titlana. Vilhjálmur borgarstjóri á afmæli í dag 26.apríl og sungu viðstaddir afmælissönginn undir styrkri stjórn Gísla Marteins Baldurssonar borgarfulltrúa. Í boðinu tilkynnti Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs og ÍTR, að til standi að byggja nokkra nýja úti-körfuboltavelli á höfuðborgarsvæðinu, svipaða þeim sem að eru við Holtaskóla í Reykjanesbæ. Björn Ingi sagði að mikill áhugi væri fyrir körfuknattleik í landinu um þessar mundir og að Reykjavíkurborg fyndi fyrir mikilli uppsveiflu íþróttarinnar. Bygging vallanna yrði eflaust mikil lyftistöng fyrir körfuboltann á höfuðborgarsvæðinu. Einnig var sagt frá því að parket verður sett í DHL-höll KR-inga í sumar og að í framtíðinni munu ný íþróttahús sem að borgin byggir verða með parketgólfi. Til stendur að byggja nýtt og glæsilegt íþróttahús í Mjóddinni sem að ÍR-ingar munu hafa afnot af og þar hefur verið ákveðið að hafa parket. Þetta eru mikil gleðitíðindi og verður eflaust til framdráttar fyrir körfuknattleikinn.