17 apr. 2007Lið Fjölnis tryggði sér í gær sigur í 2. deild kvenna í eftir að hafa sigrað lið Snæfells 86-68 í Rimaskóla. Með sigrinum tryggði Fjölnir sér efsta sætið í deildinni og sæti í Iceland Express deild kvenna á næsta tímabili. Það hefur verið mikil barátta í 2. deild kvenna á þessu tímabili og þar kepptu mörg efnileg lið. Fjölnir var í mikilli baráttu við KR í allan vetur um toppsætið en liðin skiptu sigrum á milli sín í innbyrðis viðureignum liðanna. KR var þó með betra stigahlutfall í innbyrðis viðureignunum og því varð Fjölnir að ná fleiri stigum í deildinni en KR til þess að komast upp um deild. Þegar KR tapaði fyrir Skallagrím í Borgarnesi á föstudaginn opnaðist möguleiki fyrir Fjölnisstúlkur og þær nýttu það vel með því að sigra Snæfell í gær. Glæsilegur árangur hjá liði Fjölnis. Það verður gaman að fylgjast með þeim í Iceland Express deildinni á næsta tímabili. [v+]http://fjolnir.is/fjolnir/karfa/undirsida-fretta/?cat_id=34035&ew_0_a_id=276884[v-]Hér[slod-] má sjá myndbrot úr leiknum í gær sem að heimasíða Fjölnis útbjó.
Fjölnir í Iceland Express deild kvenna
17 apr. 2007Lið Fjölnis tryggði sér í gær sigur í 2. deild kvenna í eftir að hafa sigrað lið Snæfells 86-68 í Rimaskóla. Með sigrinum tryggði Fjölnir sér efsta sætið í deildinni og sæti í Iceland Express deild kvenna á næsta tímabili. Það hefur verið mikil barátta í 2. deild kvenna á þessu tímabili og þar kepptu mörg efnileg lið. Fjölnir var í mikilli baráttu við KR í allan vetur um toppsætið en liðin skiptu sigrum á milli sín í innbyrðis viðureignum liðanna. KR var þó með betra stigahlutfall í innbyrðis viðureignunum og því varð Fjölnir að ná fleiri stigum í deildinni en KR til þess að komast upp um deild. Þegar KR tapaði fyrir Skallagrím í Borgarnesi á föstudaginn opnaðist möguleiki fyrir Fjölnisstúlkur og þær nýttu það vel með því að sigra Snæfell í gær. Glæsilegur árangur hjá liði Fjölnis. Það verður gaman að fylgjast með þeim í Iceland Express deildinni á næsta tímabili. [v+]http://fjolnir.is/fjolnir/karfa/undirsida-fretta/?cat_id=34035&ew_0_a_id=276884[v-]Hér[slod-] má sjá myndbrot úr leiknum í gær sem að heimasíða Fjölnis útbjó.