17 apr. 2007Dómstóll KKÍ hefur tekið fyrir og úrskurðað í máli UMFH gegn ÍKHÍ. UMFH kærði ÍKHÍ fyrir að nota ólöglega leikmenn í leik sem að fór fram 26. febrúar síðastliðinn. Dómsorð eru eftirfarandi: ÍKHÍ, körfuknattleiksfélag telst hafa tapað leik gegn körfuknattleiksdeild Ungmennafélags Hrunamanna í II. deild karla riðli A-5 sem fram fór 26 febrúar 2007 með stigatölunni 0-20. ÍKHÍ greiði 30.000 króna sekt til KKÍ. Hægt er að lesa allan dóminn [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?adgerd=ein&id=352[v-]hér[slod-].