14 apr. 2007KR-ingar sigruðu í dag UMFN í þriðja leik liðanna í lokaúrslitum Iceland Express deildar karla. Þeir náðu þar með forystu í einvíginu 2-1. Leikurinn í dag var frábær skemmtun, það sást strax í byrjun að hvorugt liðið ætlaði að gefa neitt eftir. Leikurinn var spennandi allan tíman og liðin náðu aldrei að slíta sig hvort frá öðru. KR-ingar komust yfir á lokasprettinum og náðu að tryggja sér gríðarlega mikilvægan sigur 92-96. Tyson Patterson lék mjög vel fyrir KR en hann skoraði 30 stig í leiknum. KR-ingar eru því í góðri stöðu en þeir geta, með sigri í næsta leik, tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Næsti leikur verður í DHL-Höllinni á mánudaginn og hefst hann klukkan 20:00.