13 apr. 2007Um helgina ráðast úrslit í 7. flokki stúlkna, minnibolta 10 ára stúlkna og minnibolta 11 ára drengja. 7. flokkur stúlkna mun leika í Heiðarskóla í Keflavík og verður síðasti leikur klukkan 14:00 á sunnudag. Úrslitamót í minnibolta 11 ára drengja verður leikið í Þorlákshöfn og verður síðasti leikur klukkan 15:00 á sunnudag. Úrslitamótið í minnibolta 10 ára stúlkna verður í Njarðvík. Síðasti leikur mótsins verður klukkan 14:00 á sunnudag. Þessi mót eru hápunkturinn á körfuboltavetrinum hjá yngstu iðkendunum. Krakkarnir sýna vanalega mikla leikgleði og baráttu svo að það er vel þess virði að fylgjast með þeim spila.
Úrslit ráðast hjá yngstu iðkendunum um helgina
13 apr. 2007Um helgina ráðast úrslit í 7. flokki stúlkna, minnibolta 10 ára stúlkna og minnibolta 11 ára drengja. 7. flokkur stúlkna mun leika í Heiðarskóla í Keflavík og verður síðasti leikur klukkan 14:00 á sunnudag. Úrslitamót í minnibolta 11 ára drengja verður leikið í Þorlákshöfn og verður síðasti leikur klukkan 15:00 á sunnudag. Úrslitamótið í minnibolta 10 ára stúlkna verður í Njarðvík. Síðasti leikur mótsins verður klukkan 14:00 á sunnudag. Þessi mót eru hápunkturinn á körfuboltavetrinum hjá yngstu iðkendunum. Krakkarnir sýna vanalega mikla leikgleði og baráttu svo að það er vel þess virði að fylgjast með þeim spila.