13 apr. 2007Á morgun laugardag verður stór dagur í sögu KKÍ en þá verða beinar útsendingar á tveimur stöðvum. Dagurinn byrjar á beinni útsendingu á Sýn en þá verður leikur þrjú í úrslitaeinvígi Njarðvíkur og KR í Iceland Express deild karla sýndur. Leikurinn hefst klukkan 14:50 Klukkan 16:15 verður svo leikur fjögur í úrslitaeinvígi Hauka og Keflavíkur í Iceland Express deild kvenna sýndur beint á Rúv. Það er því sannkölluð veisla fyrir íþróttaáhugamenn og ekki síst körfuboltafólk sem ekki kemst á leikina.
Íslenskur körfubolti í beinni á tveimur stöðvum sama daginn
13 apr. 2007Á morgun laugardag verður stór dagur í sögu KKÍ en þá verða beinar útsendingar á tveimur stöðvum. Dagurinn byrjar á beinni útsendingu á Sýn en þá verður leikur þrjú í úrslitaeinvígi Njarðvíkur og KR í Iceland Express deild karla sýndur. Leikurinn hefst klukkan 14:50 Klukkan 16:15 verður svo leikur fjögur í úrslitaeinvígi Hauka og Keflavíkur í Iceland Express deild kvenna sýndur beint á Rúv. Það er því sannkölluð veisla fyrir íþróttaáhugamenn og ekki síst körfuboltafólk sem ekki kemst á leikina.