10 apr. 2007Keflavík sigraði Hauka í þriðja leik liðanna í lokaúrslitum Iceland Express deildar kvenna. Lokatölur voru [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002659_8_1[v-]78-81 [slod-]fyrir Keflavík eftir æsispennandi leik. Staðan í einvíginu er því 2-1 fyrir Hauka. Haukar byrjuðu betur í leiknum og leiddur meirihluta fyrri hálfleiksins. Keflavík náði þó að koma til baka og komast yfir. Haukastúlkur náðu þá góðum spretti þar sem að þær hittu úr mörgum þriggja stiga skotum og náðu góðri forystu. Þegar nokkrar mínútur voru eftir leiddu Haukar með 12 stigum. Keflavíkurstúlkur gáfust þó ekki upp heldur náðu að jafna metin og komast yfir með mikilli baráttu. Lokamínúturnar voru svo æsispennandi en Keflavík náði að halda forystunni með því að nýta vítaskotin sín vel. Það þarf því að minnsta kosti einn leik til viðbótar í einvíginu og verður hann á laugardaginn klukkan 16:15. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV. [v+]http://www.flickr.com/photos/kki_myndir/[v-]Myndir úr leiknum[slod-].
Keflavík sigraði Hauka
10 apr. 2007Keflavík sigraði Hauka í þriðja leik liðanna í lokaúrslitum Iceland Express deildar kvenna. Lokatölur voru [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002659_8_1[v-]78-81 [slod-]fyrir Keflavík eftir æsispennandi leik. Staðan í einvíginu er því 2-1 fyrir Hauka. Haukar byrjuðu betur í leiknum og leiddur meirihluta fyrri hálfleiksins. Keflavík náði þó að koma til baka og komast yfir. Haukastúlkur náðu þá góðum spretti þar sem að þær hittu úr mörgum þriggja stiga skotum og náðu góðri forystu. Þegar nokkrar mínútur voru eftir leiddu Haukar með 12 stigum. Keflavíkurstúlkur gáfust þó ekki upp heldur náðu að jafna metin og komast yfir með mikilli baráttu. Lokamínúturnar voru svo æsispennandi en Keflavík náði að halda forystunni með því að nýta vítaskotin sín vel. Það þarf því að minnsta kosti einn leik til viðbótar í einvíginu og verður hann á laugardaginn klukkan 16:15. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV. [v+]http://www.flickr.com/photos/kki_myndir/[v-]Myndir úr leiknum[slod-].