6 apr. 2007Njarðvík og KR unnu oddaleiki undanúrslita Iceland Express deildar karla í kvöld. Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á Grindavík, 93-70, eftir að hafa leitt allan leikinn. Friðrik Stefánsson og Jeb Ivey voru stigahæstir hjá Njarðvík með 20 stig en Jonathan Griffin var atkvæðamestur Grindvíkinga, einnig með 20 stig. (mynd: Víkurfréttir/JBÓ) KR ingar fóru erfiðari leið í úrslitaleikinn, en þeir lögðu Snæfellinga eftir framlengdan leik í vesturbæ Reykjavíkur, 76-74. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 68-68, en Brynjar Þór Björnsson skoraði þriggja stiga körfu þegar 2 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma og jafnaði leikinn. KR ingar reyndust svo sterkari í framlengingunni og unnu eins og áður sagði með 2 stigum. (mynd: Snorri Örn) Njarðvík og KR mætast í Njarðvík í fyrsta leik úrslitanna mánudaginn 9. apríl kl. 20:00, en leikurinn verður einnig sýndur beint á SÝN.
Njarðvík og KR í úrslit
6 apr. 2007Njarðvík og KR unnu oddaleiki undanúrslita Iceland Express deildar karla í kvöld. Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á Grindavík, 93-70, eftir að hafa leitt allan leikinn. Friðrik Stefánsson og Jeb Ivey voru stigahæstir hjá Njarðvík með 20 stig en Jonathan Griffin var atkvæðamestur Grindvíkinga, einnig með 20 stig. (mynd: Víkurfréttir/JBÓ) KR ingar fóru erfiðari leið í úrslitaleikinn, en þeir lögðu Snæfellinga eftir framlengdan leik í vesturbæ Reykjavíkur, 76-74. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 68-68, en Brynjar Þór Björnsson skoraði þriggja stiga körfu þegar 2 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma og jafnaði leikinn. KR ingar reyndust svo sterkari í framlengingunni og unnu eins og áður sagði með 2 stigum. (mynd: Snorri Örn) Njarðvík og KR mætast í Njarðvík í fyrsta leik úrslitanna mánudaginn 9. apríl kl. 20:00, en leikurinn verður einnig sýndur beint á SÝN.