5 apr. 2007KR-ingurinn Jeremiah Sola hefur skorað flest stig í fyrstu fjórum leikjum undanúrslitaeinvígis KR og Snæfells sem lýkur með oddaleik í DHL-Höllinni í kvöld. Snæfellingurinn Hlynur Bæringsson er með hæsta framlagið, hefur tekið flest fráköst og varið flest skot en KR-ingurinn Tyson Patterson hefur gefið flestar stosðendingar og stolið flestum boltum. Justin Shouse hjá Snæfelli hefur spilað í flestar mínútur, KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson hefur sett niður flestar þriggja stiga körfur og félagi hans í KR-liðinu, Edmund Azemi hefur fengið flestar villur. KKÍ-síðan hefur tekið saman bestan árangur leikmanna í einvíginu til þessa. Það má finna alla þessa lista og fleiri undir nýrri grein hér á KKÍ-síðunni en hana má nálgast einnig [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?adgerd=ein&id=348[v-]hér[slod-].
Sola er stigahæstur og Hlynur er með hæsta framlagið
5 apr. 2007KR-ingurinn Jeremiah Sola hefur skorað flest stig í fyrstu fjórum leikjum undanúrslitaeinvígis KR og Snæfells sem lýkur með oddaleik í DHL-Höllinni í kvöld. Snæfellingurinn Hlynur Bæringsson er með hæsta framlagið, hefur tekið flest fráköst og varið flest skot en KR-ingurinn Tyson Patterson hefur gefið flestar stosðendingar og stolið flestum boltum. Justin Shouse hjá Snæfelli hefur spilað í flestar mínútur, KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson hefur sett niður flestar þriggja stiga körfur og félagi hans í KR-liðinu, Edmund Azemi hefur fengið flestar villur. KKÍ-síðan hefur tekið saman bestan árangur leikmanna í einvíginu til þessa. Það má finna alla þessa lista og fleiri undir nýrri grein hér á KKÍ-síðunni en hana má nálgast einnig [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?adgerd=ein&id=348[v-]hér[slod-].