5 apr. 2007Oddaleikir undanúrslitaeinvíga Iceland Express deildar karla fara fram í DHL-Höllinni og í Ljónagryfjunni í kvöld. Þetta er aðeins í fimmta sinn í 24 ára sögu úrslitakeppni úrvalsdeildar karla þar sem báðar undanúrslitaseríunnar fara alla leið í úrslitaleik. Það gerðist síðast árið 2000 en einnig 1994, 1992 og 1988. Alls hefur 21 einvígi í undanúrslium úrslitakeppni karla farið í oddaleik og þar hafa heimaliðin (KR og Njarðvík í kvöld) haft betur í 62% tilfella. Útiliðin (Snæfell og Grindavík í kvöld) hafa hinsvegar unnið fjóra af síðustu sex leikjum þar á meðal í fyrra þegar Skallagrímur sló Keflavík út í Keflavík. Síðasti sigur heimaliðs í oddaleik í undanúrslitaeinvígi úrslitakeppni karla var 109-77 sigur Grindavíkur á Tindastól árið 2003. KR og Grindavík tryggðu sér oddaleik með sigri í fjórða leiknum, KR á útivelli í Stykkishólmi en Grindavík á sínum heimavelli. Það lið sem hefur unnið fjórða leikinn hefur komist áfram í lokaúrslitin í 43% tilfella þar á meðal í tveimur síðustu undanúrslitaeinvígnum sem hafa farið í oddaleik. Skallagrímur vann tvo síðustu leiki sína gegn Keflavík í fyrra og árið 2004 slógu Keflavíkingar nágranna sína úr Grindavík út með því að vinna tvo síðustu leiki einvígisins. Njarðvík er komið í oddaleik í undanúrslitum í sjöunda sinn í sögu úrslitakeppninnar en liðið hefur komið áfram í helmingi þessarra leikja. Njarðvík spilaði síðast oddaleik í undanúrslitaeinvígi árið 2000 og tapaði þá 55-78 á heimavelli á móti KR. Grindvíkingar er í sínum sjötta oddaleik um sæti í lokaúrslitunum og þeir hafa unnið fjóra af fimm leikjum sínum til þessa. Grindavík vann fjóra fyrstu oddaleiki sína í undanúrslitaeinvígum en tapaði hinsvegar þeim síðasta sem var á heimavelli gegn Keflavík árið 2004. Keflavík vann leikinn 89-101. KR-ingar hafa spilað fjóra oddaleiki um sæti í undanúrslitum og tapað þremur þeirra. Þetta er aftur á móti í fyrsta sinn sem liðið er á heimavelli í slíkum leik. KR vann sinn eina sigur í síðasta oddaleik sínum í undanúrslitunum þegar liðið sótti 55-78 sigur til Njarðvíkur. KR fór síðan alla leið og varð Íslandsmeistari árið 2000. Snæfellingar eru í fyrsta sinn komnir í oddaleik í undanúrslitaeinvígi í úrslitakeppninni. Snæfell hefur spilað tvo oddaleik í átta liða úrslitum og þeir voru báðir gegn KR líkt og sá fyrsti sem þeir spila í undanúrslitum í kvöld. Oddaleikir um sæti í lokaúrslitum: 1984:* Valur [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1984/1984002/0020104.htm[v-]87-79[slod-] KR 1985:* Haukar 76-74 (68-68) Valur 1986:* Haukar [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1986/1986002/0020301.htm[v-]81-76[slod-] Valur 1987:* Keflavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1987/1987006/0060005.htm[v-]74-90[slod-] Valur 1988:* Njarðvík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1988/1988004/0040301.htm[v-]81-71[slod-] Valur 1988:* Keflavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1988/1988004/0040302.htm[v-]79-81[slod-] (72-72) Haukar 1990:* Keflavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1990/1990004/0040301.htm[v-]88-86[slod-] (74-74, 76-76) Njarðvík 1991:* Keflavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1991/1991004/0040301.htm [v-]86-80[slod-] KR 1992:* Njarðvík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1992/1992004/0040302.htm [v-]78-82[slod-] (73-73) Valur 1992:* Keflavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1992/1992004/0040301.htm [v-]87-73[slod-] KR 1993:* Keflavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1993/1993005/0050301.htm [v-]71-67[slod-] Skallagrímur 1994:* Keflavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1994/1994002/0020301.htm [v-]91-98[slod-] Njarðvík 1994:* Grindavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1994/1994002/0020302.htm [v-]94-77[slod-] ÍA 1995: Grindavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1995/00000172/01720802.htm [v-]81-77[slod-] Keflavík 1998: Njarðvík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1998/00000814/08140802.htm [v-]93-88[slod-] Keflavík 2000: Njarðvík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2000/00001178/11780409.htm [v-]55-78[slod-] KR 2000: Haukar [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2000/00001178/11780410.htm [v-]56-59[slod-] Grindavík 2001: Tindastóll [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2001/00001200/12000802.htm [v-]70-65[slod-] Keflavík 2003: Grindavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001737/17370801.htm [v-]109-77[slod-] Tindastóll 2004: Grindavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001985/19850802.htm[v-]89-101[slod-] Keflavík 2006: Keflavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2006/00002424/24240801.htm [v-]80-84[slod-] Skallagrímur 2007: KR-Snæfell 2007: Njarðvík-Grindavík * Þarf bara að vinna tvo leiki Sigurhlutfall: Heimalið: 13-8, 62% Sigurvegari annars/fjórða leiks: 9-12, 43%
22. og 23. oddaleikurinn um sæti í lokaúrslitunum
5 apr. 2007Oddaleikir undanúrslitaeinvíga Iceland Express deildar karla fara fram í DHL-Höllinni og í Ljónagryfjunni í kvöld. Þetta er aðeins í fimmta sinn í 24 ára sögu úrslitakeppni úrvalsdeildar karla þar sem báðar undanúrslitaseríunnar fara alla leið í úrslitaleik. Það gerðist síðast árið 2000 en einnig 1994, 1992 og 1988. Alls hefur 21 einvígi í undanúrslium úrslitakeppni karla farið í oddaleik og þar hafa heimaliðin (KR og Njarðvík í kvöld) haft betur í 62% tilfella. Útiliðin (Snæfell og Grindavík í kvöld) hafa hinsvegar unnið fjóra af síðustu sex leikjum þar á meðal í fyrra þegar Skallagrímur sló Keflavík út í Keflavík. Síðasti sigur heimaliðs í oddaleik í undanúrslitaeinvígi úrslitakeppni karla var 109-77 sigur Grindavíkur á Tindastól árið 2003. KR og Grindavík tryggðu sér oddaleik með sigri í fjórða leiknum, KR á útivelli í Stykkishólmi en Grindavík á sínum heimavelli. Það lið sem hefur unnið fjórða leikinn hefur komist áfram í lokaúrslitin í 43% tilfella þar á meðal í tveimur síðustu undanúrslitaeinvígnum sem hafa farið í oddaleik. Skallagrímur vann tvo síðustu leiki sína gegn Keflavík í fyrra og árið 2004 slógu Keflavíkingar nágranna sína úr Grindavík út með því að vinna tvo síðustu leiki einvígisins. Njarðvík er komið í oddaleik í undanúrslitum í sjöunda sinn í sögu úrslitakeppninnar en liðið hefur komið áfram í helmingi þessarra leikja. Njarðvík spilaði síðast oddaleik í undanúrslitaeinvígi árið 2000 og tapaði þá 55-78 á heimavelli á móti KR. Grindvíkingar er í sínum sjötta oddaleik um sæti í lokaúrslitunum og þeir hafa unnið fjóra af fimm leikjum sínum til þessa. Grindavík vann fjóra fyrstu oddaleiki sína í undanúrslitaeinvígum en tapaði hinsvegar þeim síðasta sem var á heimavelli gegn Keflavík árið 2004. Keflavík vann leikinn 89-101. KR-ingar hafa spilað fjóra oddaleiki um sæti í undanúrslitum og tapað þremur þeirra. Þetta er aftur á móti í fyrsta sinn sem liðið er á heimavelli í slíkum leik. KR vann sinn eina sigur í síðasta oddaleik sínum í undanúrslitunum þegar liðið sótti 55-78 sigur til Njarðvíkur. KR fór síðan alla leið og varð Íslandsmeistari árið 2000. Snæfellingar eru í fyrsta sinn komnir í oddaleik í undanúrslitaeinvígi í úrslitakeppninni. Snæfell hefur spilað tvo oddaleik í átta liða úrslitum og þeir voru báðir gegn KR líkt og sá fyrsti sem þeir spila í undanúrslitum í kvöld. Oddaleikir um sæti í lokaúrslitum: 1984:* Valur [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1984/1984002/0020104.htm[v-]87-79[slod-] KR 1985:* Haukar 76-74 (68-68) Valur 1986:* Haukar [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1986/1986002/0020301.htm[v-]81-76[slod-] Valur 1987:* Keflavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1987/1987006/0060005.htm[v-]74-90[slod-] Valur 1988:* Njarðvík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1988/1988004/0040301.htm[v-]81-71[slod-] Valur 1988:* Keflavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1988/1988004/0040302.htm[v-]79-81[slod-] (72-72) Haukar 1990:* Keflavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1990/1990004/0040301.htm[v-]88-86[slod-] (74-74, 76-76) Njarðvík 1991:* Keflavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1991/1991004/0040301.htm [v-]86-80[slod-] KR 1992:* Njarðvík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1992/1992004/0040302.htm [v-]78-82[slod-] (73-73) Valur 1992:* Keflavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1992/1992004/0040301.htm [v-]87-73[slod-] KR 1993:* Keflavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1993/1993005/0050301.htm [v-]71-67[slod-] Skallagrímur 1994:* Keflavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1994/1994002/0020301.htm [v-]91-98[slod-] Njarðvík 1994:* Grindavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1994/1994002/0020302.htm [v-]94-77[slod-] ÍA 1995: Grindavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1995/00000172/01720802.htm [v-]81-77[slod-] Keflavík 1998: Njarðvík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1998/00000814/08140802.htm [v-]93-88[slod-] Keflavík 2000: Njarðvík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2000/00001178/11780409.htm [v-]55-78[slod-] KR 2000: Haukar [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2000/00001178/11780410.htm [v-]56-59[slod-] Grindavík 2001: Tindastóll [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2001/00001200/12000802.htm [v-]70-65[slod-] Keflavík 2003: Grindavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001737/17370801.htm [v-]109-77[slod-] Tindastóll 2004: Grindavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001985/19850802.htm[v-]89-101[slod-] Keflavík 2006: Keflavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2006/00002424/24240801.htm [v-]80-84[slod-] Skallagrímur 2007: KR-Snæfell 2007: Njarðvík-Grindavík * Þarf bara að vinna tvo leiki Sigurhlutfall: Heimalið: 13-8, 62% Sigurvegari annars/fjórða leiks: 9-12, 43%