31 mar. 2007Í dag klukkan 18:00 hefst í Kennaraháskólanum viðureign Vals og Stjörnunnar í úrslitum 1. deildar karla. Það lið sem að sigrar fyrr 2 leiki vinnur sér réttinn til þess að fylgja Þór Akureyri upp í Iceland Express deild karla á næsta tímabili. Valur sigraði FSu í tveimur leikjum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en Stjarnan fór erfiðari leiðina í úrslitin. Þeir sigruðu Breiðablik 2-1, í einvígi þar sem að allir leikirnir unnust á útivelli. Liðin mættust tvisvar í deildinni í vetur og sigraði Valur báða leikina þar. Fyrri leikurinn fór [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002489/24890301.htm[v-]98-94[slod-] fyrir val í Kennaraháskólanum. Valur náði síðan að sigra á útivelli líka [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002489/24891001.htm[v-]71-79[slod-]. Þrátt fyrir þetta er erfitt að spá fyrir um sigurvegara í þessarri viðureign því að Stjarnan hefur verið á mikilli siglingu undanfarið. Bæði lið léku vel í undanúrslitunum. Það verður enginn svikinn af því að fylgjast með þessu einvígi.
Úrslit 1. deildar karla hefjast í dag
31 mar. 2007Í dag klukkan 18:00 hefst í Kennaraháskólanum viðureign Vals og Stjörnunnar í úrslitum 1. deildar karla. Það lið sem að sigrar fyrr 2 leiki vinnur sér réttinn til þess að fylgja Þór Akureyri upp í Iceland Express deild karla á næsta tímabili. Valur sigraði FSu í tveimur leikjum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en Stjarnan fór erfiðari leiðina í úrslitin. Þeir sigruðu Breiðablik 2-1, í einvígi þar sem að allir leikirnir unnust á útivelli. Liðin mættust tvisvar í deildinni í vetur og sigraði Valur báða leikina þar. Fyrri leikurinn fór [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002489/24890301.htm[v-]98-94[slod-] fyrir val í Kennaraháskólanum. Valur náði síðan að sigra á útivelli líka [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002489/24891001.htm[v-]71-79[slod-]. Þrátt fyrir þetta er erfitt að spá fyrir um sigurvegara í þessarri viðureign því að Stjarnan hefur verið á mikilli siglingu undanfarið. Bæði lið léku vel í undanúrslitunum. Það verður enginn svikinn af því að fylgjast með þessu einvígi.