31 mar. 2007Í kvöld hefjast Final Four í háskólakörfuboltanum. Að þessu sinni er leikið í Atlanta. Klukkan 22:07 leika Ohio State og Georgetown. Þar má búast við miklum slag hjá Greg Oden og Roy Hibbert. Georgetown sigraði North Carolina í 8-liða úrslitum í framlengingu á meðan að Ohio State vann Oregon. Klukkan 00:47 eftir miðnætti hefst leikur liðanna sem léku til úrslita í fyrra, Florida og UCLA. Það eru flestir sem eru á því að Florida vinni meistaratitilinn annað árið í röð og yrði það þá í fyrsta sinn síðan Duke gerði það 1991 og 1992. Í þessum liðum eru margir snjallir leikmenn til að fylgjast með eins og Al Horford leikmanni Florida og Arron Afflalo leikmanni UCLA, þar fara mjög góðir leikmenn sem hafa leikið vel í vetur.