30 mar. 2007Það verður stórleikur í 2. deild kvenna í kvöld þegar KR fær Fjölni í heimsókn í DHL-höllina. Þetta eru tvö efstu liðin í deildinni og eru þau í harðri baráttu um eitt laust sæti í Iceland Express deildinni á næsta tímabili. Fjölnir sigraði fyrri leik liðanna á heimavelli sínum [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002458/24580803.htm[v-]56-52[slod-]. Fjölnir er í efsta sæti deildarinnar með 26 stig en KR er í öðru sæti með 24 stig. Það nægir því fyrir KR að sigra leikinn í kvöld með 5 stigum til þess að komast í efsta sætið. Bæði lið eiga svo eftir erfiða leiki í lokaumferðinni. Fjölnir fær Snæfell í heimsókn í Rimaskóla og KR á útileik gegn Skallagrím í Borgarnesi. Það er því mikil spenna á lokasprettinum í 2. deild kvenna. Á heimasíðu [v+]http://www.kr.is/karfa[v-]KR[slod-] má finna viðtöl við leikmenn sem að eru tengdir liðunum og einnig viðtal við þjálfara KR vegna leiksins í kvöld. [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002458.htm[v-]Staðan í deildinni[slod-].
Stórleikur í 2. deild kvenna í kvöld
30 mar. 2007Það verður stórleikur í 2. deild kvenna í kvöld þegar KR fær Fjölni í heimsókn í DHL-höllina. Þetta eru tvö efstu liðin í deildinni og eru þau í harðri baráttu um eitt laust sæti í Iceland Express deildinni á næsta tímabili. Fjölnir sigraði fyrri leik liðanna á heimavelli sínum [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002458/24580803.htm[v-]56-52[slod-]. Fjölnir er í efsta sæti deildarinnar með 26 stig en KR er í öðru sæti með 24 stig. Það nægir því fyrir KR að sigra leikinn í kvöld með 5 stigum til þess að komast í efsta sætið. Bæði lið eiga svo eftir erfiða leiki í lokaumferðinni. Fjölnir fær Snæfell í heimsókn í Rimaskóla og KR á útileik gegn Skallagrím í Borgarnesi. Það er því mikil spenna á lokasprettinum í 2. deild kvenna. Á heimasíðu [v+]http://www.kr.is/karfa[v-]KR[slod-] má finna viðtöl við leikmenn sem að eru tengdir liðunum og einnig viðtal við þjálfara KR vegna leiksins í kvöld. [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002458.htm[v-]Staðan í deildinni[slod-].