30 mar. 2007Keflavík komst í kvöld í úrslit Iceland Express deildarinnar í körfubolta þegar liðið vann sigur á UMFG í Grindavík. Keflavík sigraði því einvígið 3-1. Lokatölur leiksins voru [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002659_4_2[v-]91-74[slod-] fyrir Keflavík. María Ben Erlingsdóttir var með 22 stig og 8 fráköst fyrir Keflavík en Hildur Sigurðardóttir var með 22 stig og 11 fráköst fyrir Grindavík. Skemmtilegu einvígi er því lokið en fyrstu 3 leikirnir voru frábær skemmtun. Frekari umfjöllun um leikinn má lesa [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=3145&Itemid=40[v-]hér[slod-]. Í annarri deild kvenna sigraði KR lið Fjölnis 63-58 og komst þar með í fyrsta sæti deildarinnar. KR þurfti að vinna með 5 stigum til þess að vera með betra stigahlutfall í innbyrðis viðureignum og tókst þeim ætlunarverkið.