29 mar. 2007Hafdís Helgadóttir leikmaður ÍS í Iceland Express deild kvenna fær í kvöld viðurkenningu frá ÍS í tilefni þess að hún bætti leikjamet Önnu Maríu Sveinsdóttur fyrr í vetur. Hafdís hefur nú leikið 22 tímabil í röð í efstu deild allt frá því að hún lék sitt fyrsta tímabil veturinn 1985 til 1986. Síðan þá hefur Hafdís leikið 335 deildarleiki í 1. deild kvenna og í þessum leikjum hefur hún skoraði 3025 stig eða 9 stig að meðaltali í leik. Hafdís lék sinn fyrsta leik 7. október 1985 þegar ÍS vann 11 stiga sigur á Njarðvík 38-27. Hafdís bætti met Önnu Maríu þegar hún lék sinn 325. leik gegn Breiðabliki 11. desember í Kennaraháskólanum og átti þar einmitt einn sinn besta leik í vetur. Hafdís skoraði 15 stig, tók 10 fráköst og varði 5 skot á þeim 27 mínútum sem hún spilaði á móti Blikum. Hafdís var með 7,7 stig, 6,1 frákast og 1,5 stoðsendingar á þeim 27,0 mínútum sem hún spilaði að meðaltali í þeim 19 leikjum sem hún tók þátt í með Stúdínum í Iceland Express deildinni í vetur. Hafdís hefur leikið allan sinn feril með ÍS og hefur unnið fjóra stóra titla með liðinu. Hún varð Íslands- og bikarmeistari með liðinu árið 1991 og svo bikarmeistari 2003 og 2006. Hafdís var einnig fyrirliði liðsins árið 2002 þegar ÍS varð deildarmeistari og var aðeins einum sigri frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Hafdís var valin í úrvalslið deildarinnar tímabilið sem ÍS varð meistari (1990/91) og á að baki 13 landsleiki sem hún spilaði á árunum 1986 til 1993. Mörgum þótti Hafdís eiga skilið að vera valin í úrvalslið deildarinnar tímabilið 2000-01 þegar hún 36 ára gömul var með 12,7 stig, 11,2 fráköst og 4,3 varin skot að meðaltali í leik. Það er ekki nóg með að Hafdís sé búin að bæta leikjametið heldur hefur hún sett Íslandsmet í boltagrein með því að taka þátt tuttugu og tveimur Íslandsmótum í röð. Þetta hefur Hafdís afrekað þrátt fyrir að eignast þrjú börn en hún hefur á leikið á bilinu 5 til 21 leik á þessum 22 tímabilum. Hafdís varð 42 ára gömul í janúar og er búin að vera amma í nokkur ár, líklega sú eina í boltanum á Íslandi fyrr og síðar. Hafdís fær viðurkenninguna fyrir fjórða leik ÍS og Hauka í undanúrslitaeinvígi Iceland Express deildar kvenna í Kennaraháskólanum í kvöld en það vekur athygli að aðeins fjórir leikmenn Haukaliðsins voru fæddar þegar Hafdís lék sinn fyrsta leik á sama stað fyrir tæpum 22 árum síðan. Þær eru Ifeomo Okonkwo sem var þá orðin eins árs og átta mánaða en hinar voru Kristrún Sigurjónsdóttir (7 mánaða), Sara Pálmadóttir (6 mánaða) og Hanna Hálfdanardóttir (5 mánaða). Aðrir leikmenn Haukanna voru ekki fæddir þennan dag. Hafdís hefur ennfremur verið með í öllum 33 leikjum ÍS í úrslitakeppninni frá því að ÍS komst fyrst í hana árið 1997. Hún spilar því í kvöld sinn 369. leik á Íslandsmóti kvenna í körfubolta en þá eru ótaldir allir leikirnir sem hún hefur spilað í bikarkeppnum og öðrum mótum sem Stúdínur hafa tekið þátt í á þessum rúmu tveimur áratugum. Bæði leikjamet karla og kvenna féllu á þessu tímabili því Marel Guðlaugsson sló leikjamet Guðjóns Skúlasonar í úrvalsdeild karla í síðasta mánuði. Marel endaði tímabilið með 412 leiki eða þremur fleiri en Guðjón Skúlason. Stigametum Vals Ingimundarsonar (7355 stig) í úrvalsdeild karla og Önnur Maríu Sveinsdóttur (5001 stig) í 1. deild kvenna verður hinsvegar seint haggað. Valur hefur 706 stiga forskot á Guðjón Skúlason og 3176 stiga forskot á næsta mann sem er enn að spila en það er ÍR-ingurinn Eiríkur Önundarson. Anna María hefur 1693 stiga forskot á Lindu Stefánsdóttur og 1714 stiga forskot á næstu konu sem er enn að spila en það er Keflvíkingurinn Birna Valgarðsdóttir. Ferill ár eftir ár: 1985-86 ÍS 10 leikir/52 stig - 5,2 að meðaltali 1986-87 ÍS 18/127 - 7,1 1987-88 ÍS 18/183 - 10,2 1988-89 ÍS 18/208 - 11,6 1989-90 ÍS 16/176 - 11,0 1990-91 ÍS 15/183 - 12,2 1991-92 ÍS 5/56 - 11,2 1992-93 ÍS 15/162 - 10,8 1993-94 ÍS 18/274 - 15,2 1994-95 ÍS 21/251 - 11,95 1995-96 ÍS 5/42 - 8,4 1996-97 ÍS 18/116 - 6,4 1997-98 ÍS 14/78 - 5,6 1998-99 ÍS 18/105 - 5,8 1999-2000 ÍS 19/206 - 10,8 2000-01 ÍS 15/191 - 12,7 2001-02 ÍS 20/153 - 7,65 2002-03 ÍS 8/61 - 7,6 2003-04 ÍS 20/161 - 8,1 2004-05 ÍS 10/40 - 4,0 2005-06 ÍS 15/54 - 3,6 2006-07 ÍS 19/146 - 7,7 Flestir leikir í 1.deild kvenna: (Til og með 27.3.2007) 335 Hafdís Elín Helgadóttir 1985- 324 Anna María Sveinsdóttir 1985-2006 313 Sigrún Skarphéðinsdóttir 1983- 264 Guðbjörg Norðfjörð 1986-2002 240 Linda Stefánsdóttir 1987-2002 225 Kristín Blöndal 1986-2005 224 Birna Valgarðsdóttir 1992- 201 Björg Hafsteinsdóttir 1985-1997
Hafdís Helgadóttir fær viðurkenningu í kvöld
29 mar. 2007Hafdís Helgadóttir leikmaður ÍS í Iceland Express deild kvenna fær í kvöld viðurkenningu frá ÍS í tilefni þess að hún bætti leikjamet Önnu Maríu Sveinsdóttur fyrr í vetur. Hafdís hefur nú leikið 22 tímabil í röð í efstu deild allt frá því að hún lék sitt fyrsta tímabil veturinn 1985 til 1986. Síðan þá hefur Hafdís leikið 335 deildarleiki í 1. deild kvenna og í þessum leikjum hefur hún skoraði 3025 stig eða 9 stig að meðaltali í leik. Hafdís lék sinn fyrsta leik 7. október 1985 þegar ÍS vann 11 stiga sigur á Njarðvík 38-27. Hafdís bætti met Önnu Maríu þegar hún lék sinn 325. leik gegn Breiðabliki 11. desember í Kennaraháskólanum og átti þar einmitt einn sinn besta leik í vetur. Hafdís skoraði 15 stig, tók 10 fráköst og varði 5 skot á þeim 27 mínútum sem hún spilaði á móti Blikum. Hafdís var með 7,7 stig, 6,1 frákast og 1,5 stoðsendingar á þeim 27,0 mínútum sem hún spilaði að meðaltali í þeim 19 leikjum sem hún tók þátt í með Stúdínum í Iceland Express deildinni í vetur. Hafdís hefur leikið allan sinn feril með ÍS og hefur unnið fjóra stóra titla með liðinu. Hún varð Íslands- og bikarmeistari með liðinu árið 1991 og svo bikarmeistari 2003 og 2006. Hafdís var einnig fyrirliði liðsins árið 2002 þegar ÍS varð deildarmeistari og var aðeins einum sigri frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Hafdís var valin í úrvalslið deildarinnar tímabilið sem ÍS varð meistari (1990/91) og á að baki 13 landsleiki sem hún spilaði á árunum 1986 til 1993. Mörgum þótti Hafdís eiga skilið að vera valin í úrvalslið deildarinnar tímabilið 2000-01 þegar hún 36 ára gömul var með 12,7 stig, 11,2 fráköst og 4,3 varin skot að meðaltali í leik. Það er ekki nóg með að Hafdís sé búin að bæta leikjametið heldur hefur hún sett Íslandsmet í boltagrein með því að taka þátt tuttugu og tveimur Íslandsmótum í röð. Þetta hefur Hafdís afrekað þrátt fyrir að eignast þrjú börn en hún hefur á leikið á bilinu 5 til 21 leik á þessum 22 tímabilum. Hafdís varð 42 ára gömul í janúar og er búin að vera amma í nokkur ár, líklega sú eina í boltanum á Íslandi fyrr og síðar. Hafdís fær viðurkenninguna fyrir fjórða leik ÍS og Hauka í undanúrslitaeinvígi Iceland Express deildar kvenna í Kennaraháskólanum í kvöld en það vekur athygli að aðeins fjórir leikmenn Haukaliðsins voru fæddar þegar Hafdís lék sinn fyrsta leik á sama stað fyrir tæpum 22 árum síðan. Þær eru Ifeomo Okonkwo sem var þá orðin eins árs og átta mánaða en hinar voru Kristrún Sigurjónsdóttir (7 mánaða), Sara Pálmadóttir (6 mánaða) og Hanna Hálfdanardóttir (5 mánaða). Aðrir leikmenn Haukanna voru ekki fæddir þennan dag. Hafdís hefur ennfremur verið með í öllum 33 leikjum ÍS í úrslitakeppninni frá því að ÍS komst fyrst í hana árið 1997. Hún spilar því í kvöld sinn 369. leik á Íslandsmóti kvenna í körfubolta en þá eru ótaldir allir leikirnir sem hún hefur spilað í bikarkeppnum og öðrum mótum sem Stúdínur hafa tekið þátt í á þessum rúmu tveimur áratugum. Bæði leikjamet karla og kvenna féllu á þessu tímabili því Marel Guðlaugsson sló leikjamet Guðjóns Skúlasonar í úrvalsdeild karla í síðasta mánuði. Marel endaði tímabilið með 412 leiki eða þremur fleiri en Guðjón Skúlason. Stigametum Vals Ingimundarsonar (7355 stig) í úrvalsdeild karla og Önnur Maríu Sveinsdóttur (5001 stig) í 1. deild kvenna verður hinsvegar seint haggað. Valur hefur 706 stiga forskot á Guðjón Skúlason og 3176 stiga forskot á næsta mann sem er enn að spila en það er ÍR-ingurinn Eiríkur Önundarson. Anna María hefur 1693 stiga forskot á Lindu Stefánsdóttur og 1714 stiga forskot á næstu konu sem er enn að spila en það er Keflvíkingurinn Birna Valgarðsdóttir. Ferill ár eftir ár: 1985-86 ÍS 10 leikir/52 stig - 5,2 að meðaltali 1986-87 ÍS 18/127 - 7,1 1987-88 ÍS 18/183 - 10,2 1988-89 ÍS 18/208 - 11,6 1989-90 ÍS 16/176 - 11,0 1990-91 ÍS 15/183 - 12,2 1991-92 ÍS 5/56 - 11,2 1992-93 ÍS 15/162 - 10,8 1993-94 ÍS 18/274 - 15,2 1994-95 ÍS 21/251 - 11,95 1995-96 ÍS 5/42 - 8,4 1996-97 ÍS 18/116 - 6,4 1997-98 ÍS 14/78 - 5,6 1998-99 ÍS 18/105 - 5,8 1999-2000 ÍS 19/206 - 10,8 2000-01 ÍS 15/191 - 12,7 2001-02 ÍS 20/153 - 7,65 2002-03 ÍS 8/61 - 7,6 2003-04 ÍS 20/161 - 8,1 2004-05 ÍS 10/40 - 4,0 2005-06 ÍS 15/54 - 3,6 2006-07 ÍS 19/146 - 7,7 Flestir leikir í 1.deild kvenna: (Til og með 27.3.2007) 335 Hafdís Elín Helgadóttir 1985- 324 Anna María Sveinsdóttir 1985-2006 313 Sigrún Skarphéðinsdóttir 1983- 264 Guðbjörg Norðfjörð 1986-2002 240 Linda Stefánsdóttir 1987-2002 225 Kristín Blöndal 1986-2005 224 Birna Valgarðsdóttir 1992- 201 Björg Hafsteinsdóttir 1985-1997