26 mar. 2007Úrslitamót í 7. flokki drengja var leikið um helgina í DHL-Höllinni. KR-ingar unnu alla sína leiki og tryggðu sér þar með Íslandsmeistaratitilinn. Þór Þorlákshöfn varð í öðru sæti um helgina og fengu því silfurverðlaunin. Örvar Kristjánsson, þjálfari UMFN, sagði að mótið um helgina hefði heppnast mjög vel. Umgjörð og dómgæsla hefði verið mjög góð og að þarna væru mjög efnilegir leikmenn sem gaman væri að fylgjast með. Örvar sagði að KR-ingar væru vel að Íslandsmeistaratitlinum komnir en þeir hafa leikið mjög vel í vetur gegn sterkum andstæðingum.
KR Íslandsmeistarar í 7. flokki drengja
26 mar. 2007Úrslitamót í 7. flokki drengja var leikið um helgina í DHL-Höllinni. KR-ingar unnu alla sína leiki og tryggðu sér þar með Íslandsmeistaratitilinn. Þór Þorlákshöfn varð í öðru sæti um helgina og fengu því silfurverðlaunin. Örvar Kristjánsson, þjálfari UMFN, sagði að mótið um helgina hefði heppnast mjög vel. Umgjörð og dómgæsla hefði verið mjög góð og að þarna væru mjög efnilegir leikmenn sem gaman væri að fylgjast með. Örvar sagði að KR-ingar væru vel að Íslandsmeistaratitlinum komnir en þeir hafa leikið mjög vel í vetur gegn sterkum andstæðingum.