25 mar. 2007Valur var rétt í þessu að tryggja sér sæti í úrslitum 1. deildar karla í körfuknattleik. Valsmenn sigruðu FSu 79-76 og einvígið því 2-0. Leikurinn var mjög spennandi í lokin en FSu náði að skjóta þriggja stiga skoti sem hefði jafnað leikinn þegar 2 sekúndur voru eftir. Skotið geigaði og Valsmenn eru því komnir í úrslitin. Í úrslitunum mæta þeir annað hvort Stjörnunni eða Breiðablik en Stjarnan getur með sigri í kvöld tryggt sér sæti í úrslitunum.
Valur í úrslit 1. deildar
25 mar. 2007Valur var rétt í þessu að tryggja sér sæti í úrslitum 1. deildar karla í körfuknattleik. Valsmenn sigruðu FSu 79-76 og einvígið því 2-0. Leikurinn var mjög spennandi í lokin en FSu náði að skjóta þriggja stiga skoti sem hefði jafnað leikinn þegar 2 sekúndur voru eftir. Skotið geigaði og Valsmenn eru því komnir í úrslitin. Í úrslitunum mæta þeir annað hvort Stjörnunni eða Breiðablik en Stjarnan getur með sigri í kvöld tryggt sér sæti í úrslitunum.