25 mar. 2007Georgetown urðu fjórða liðið til að komast í Final Four sem verða í Atlanta næsta laugardag. Þegar nokkrar mínútur voru eftir virtist fátt benda til annars en að North Carolina myndi fara með sigur af hólmi en leikmenn Georgetown voru á öðru máli. Með mikilli seiglu og dugnaði náðu þeir að jafna á síðustu sekúndum með þriggja stiga körfu og senda leikinn í framlengingu. Georgetown skoruðu 14 fyrstu stig framlengingar og leikmönnum North Carolina gersamlega fyrirmunað að skora. Tuggan, að þeir gátu ekki keypt sér körfu átti vel við. Lokatölur voru [v+]http://scores.espn.go.com/ncb/boxscore?gameId=274000030[v-]96:84[slod-] Það verða því UCLA og meistararnir frá því í fyrra Florida sem mætast annars vegar og svo Ohio State og Georgetown hins vegar um næstu helgi.
Georgetown unnu North Carolina í framlengingu
25 mar. 2007Georgetown urðu fjórða liðið til að komast í Final Four sem verða í Atlanta næsta laugardag. Þegar nokkrar mínútur voru eftir virtist fátt benda til annars en að North Carolina myndi fara með sigur af hólmi en leikmenn Georgetown voru á öðru máli. Með mikilli seiglu og dugnaði náðu þeir að jafna á síðustu sekúndum með þriggja stiga körfu og senda leikinn í framlengingu. Georgetown skoruðu 14 fyrstu stig framlengingar og leikmönnum North Carolina gersamlega fyrirmunað að skora. Tuggan, að þeir gátu ekki keypt sér körfu átti vel við. Lokatölur voru [v+]http://scores.espn.go.com/ncb/boxscore?gameId=274000030[v-]96:84[slod-] Það verða því UCLA og meistararnir frá því í fyrra Florida sem mætast annars vegar og svo Ohio State og Georgetown hins vegar um næstu helgi.