23 mar. 2007Nú er nýlokið fyrstu leikjunum í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfuknattleik. Stjarnan og Valur sigruðu leiki sína og leiða því einvígin 1-0. Baráttuglaðir Stjörnumenn sigruðu Breiðablik 81-89 í Smáranum. Valur náði góðum sigri á útivelli gegn FSu á Selfossi 75-85. Það voru því útiliðin sem að sigruðu leikina í kvöld og geta Valur og Stjarnan því tryggt sér sigur í einvígunum á heimavelli á sunnudaginn.
Valur og Stjarnan sigruðu
23 mar. 2007Nú er nýlokið fyrstu leikjunum í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfuknattleik. Stjarnan og Valur sigruðu leiki sína og leiða því einvígin 1-0. Baráttuglaðir Stjörnumenn sigruðu Breiðablik 81-89 í Smáranum. Valur náði góðum sigri á útivelli gegn FSu á Selfossi 75-85. Það voru því útiliðin sem að sigruðu leikina í kvöld og geta Valur og Stjarnan því tryggt sér sigur í einvígunum á heimavelli á sunnudaginn.