22 mar. 2007Í kvöld, klukkan 19:15 hefst úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna í körfuknattleik. Haukar taka á móti ÍS og Keflavík fær UMFG í heimsókn. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Haukar og ÍS mætast að Ásvöllum í Hafnarfirði. Haukar eru fyrirfram taldar líklegri til þess að sigra þessa viðureign enda hafa þær unnið alla leiki liðanna í vetur. ÍS er þó með öflugt lið þegar allir leikmenn eru heilir og klárir í slaginn. Það er aldrei að vita hvað gerist ef að ÍS-stúlkur mæta tilbúnar til leiks. Seinasta viðureign liðanna að Ásvöllum var spennandi en Haukar sigruðu [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002451/24511602.htm[v-]68-60[slod-]. Keflavík og UMFG hafa leikið mjög spennandi leiki í vetur. Staðan í innbyrðis viðureignum eftir veturinn er 2-2 og liðin enduðu með jafn mörg stig eftir deildarkeppnina. Keflavík náði þó öðru sætinu því að þær voru með betra stigahlutfall í innbyrðis viðureignum. Það er mjög erfitt að spá fyrir um sigurvegara í þessu einvígi en bæði lið eru með marga efnilega leikmenn í sínum röðum. Það verður því væntanlega spennandi og skemmtilega úrslitakeppni sem að hefst í kvöld. [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002451.htm[v-]Lokastaðan í Iceland Express deild kvenna[slod-]. Nánari umfjöllun um leiki kvöldsins má finna [v+]http://vf.is/ithrottir/numer/30803/default.aspx[v-]hér[slod-].
Úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna hefst í kvöld
22 mar. 2007Í kvöld, klukkan 19:15 hefst úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna í körfuknattleik. Haukar taka á móti ÍS og Keflavík fær UMFG í heimsókn. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Haukar og ÍS mætast að Ásvöllum í Hafnarfirði. Haukar eru fyrirfram taldar líklegri til þess að sigra þessa viðureign enda hafa þær unnið alla leiki liðanna í vetur. ÍS er þó með öflugt lið þegar allir leikmenn eru heilir og klárir í slaginn. Það er aldrei að vita hvað gerist ef að ÍS-stúlkur mæta tilbúnar til leiks. Seinasta viðureign liðanna að Ásvöllum var spennandi en Haukar sigruðu [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002451/24511602.htm[v-]68-60[slod-]. Keflavík og UMFG hafa leikið mjög spennandi leiki í vetur. Staðan í innbyrðis viðureignum eftir veturinn er 2-2 og liðin enduðu með jafn mörg stig eftir deildarkeppnina. Keflavík náði þó öðru sætinu því að þær voru með betra stigahlutfall í innbyrðis viðureignum. Það er mjög erfitt að spá fyrir um sigurvegara í þessu einvígi en bæði lið eru með marga efnilega leikmenn í sínum röðum. Það verður því væntanlega spennandi og skemmtilega úrslitakeppni sem að hefst í kvöld. [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002451.htm[v-]Lokastaðan í Iceland Express deild kvenna[slod-]. Nánari umfjöllun um leiki kvöldsins má finna [v+]http://vf.is/ithrottir/numer/30803/default.aspx[v-]hér[slod-].