21 mar. 2007Á morgun hefst úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna í körfuknattleik. Haukar taka á móti ÍS og Keflavík fær UMFG í heimsókn. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Á blaðamannafundi sem að KKÍ og Iceland Express héldu á Grand Hótel kom fram að á kvennaleikjunum verður boðið uppá borgarskot eins og hefur verið gert á öllum leikjum í Iceland Express deild karla. Heppnir áhorfendur verða dregnir út og fá að skjóta á milli leikhluta uppá ferð með Iceland Express fyrir tvo. Einnig var rætt um það á blaðamannafundinum að tölfræðiverðlaun fyrir deildarkeppnina verða afhent á leikjum í úrslitakeppninni. Það er spennandi og skemmtileg úrslitakeppni framundan hjá stelpunum og það verður áhugavert að fylgjast með gangi mála á næstunni.
Úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna hefst á morgun
21 mar. 2007Á morgun hefst úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna í körfuknattleik. Haukar taka á móti ÍS og Keflavík fær UMFG í heimsókn. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Á blaðamannafundi sem að KKÍ og Iceland Express héldu á Grand Hótel kom fram að á kvennaleikjunum verður boðið uppá borgarskot eins og hefur verið gert á öllum leikjum í Iceland Express deild karla. Heppnir áhorfendur verða dregnir út og fá að skjóta á milli leikhluta uppá ferð með Iceland Express fyrir tvo. Einnig var rætt um það á blaðamannafundinum að tölfræðiverðlaun fyrir deildarkeppnina verða afhent á leikjum í úrslitakeppninni. Það er spennandi og skemmtileg úrslitakeppni framundan hjá stelpunum og það verður áhugavert að fylgjast með gangi mála á næstunni.