20 mar. 2007Í kvöld fara fram tveir oddaleikir í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla þegar KR-ingar taka á móti ÍR-ingum í DHL-Höllinni klukkan 19.15 og Skallagrímsmenn og Grindvíkingar mætast í Fjósinu í Borgarnesi klukkan 20.00. Þetta verður 23. og 24. sinn sem þarf oddaleik til þess að skera út um sæti í undanúrslitum og af því tilefni skoðaði KKÍ.is aðeins söguna og hverjar séu mestu líkurnar að leikirnir fari í kvöld. Þegar litið er á úrslit fyrri úrslitakeppna og hvernig hefur farið í oddaleikjum um sæti í undanúrslitum þá stendur sagan bæði með heima- og útiliðinum í kvöld. Meiri líkur eru þó að heimaliðin (KR Skallagrímur) vinni en þau hafa unnið í 91% tilfella í sömu stöðu. Þau lið sem hafa unnið annan leikinn og tryggt sér oddaleikinn í leiknum á undan (KR og Skallagrímur) hafa hinsvegar aðeins fimm sinnum tekist að vinna tvo leiki í röð og slá andstæðinga sína út eftir að hafa tapað fyrsta leik einvígisins. Það gerir bara 23% sigurhlutfall. Sagan var heldur ekki hliðholl KR og Skallagrím eftir að þau töpuðu fyrsta leik sínum á heimavelli en aðeins 8 af 18 liðum höfðu náð að tryggja sér oddaleik í þeim einvígum í sögu úrslitakeppninnar þar sem þurft hefur að vinna tvo leiki til að komast áfram. Um leið og oddaleikurinn er tryggður stóraukast líkurnar því 6 af þessum 8 liðum hafa síðan unnið oddaleikinn á heimavelli, nú síðast KR-ingar gegn Snæfelli í fyrra. Það hafa aðeins tvö lið verið slegin út á heimavelli í oddaleik um sæti í undanúrslitum. Það eru lið Grindvíkinga árið 1998 og lið Hauka árið 2003. Grindavík var deildarmeistari 1998 og tapaði fyrir ÍA sem endaði í 8. sæti. Haukar voru í 3. sæti 2003 en töpuðu fyrir Tindastól sem var í 6. sæti. Tveir aðilar í leikjum kvöldsins komu við sögu í þessum leikjum og hafa jafnframt misgóðar minningar frá þeim. Benedikt Guðmundsson, núverandi þjálfari KR, var þjálfari Grindvíkinga sem töpuðu þarna svo óvænt og Axel Kárason, núverandi leikmaður Skallagríms, var leikmaður Tindastóls sem vann á Ásvöllum. Axel skoraði 11 stig í leiknum. Í þessum tveimur sögulegu útisigrum var það einkum einn leikmaður í liði gestanna sem gerði útslagið í jöfnum leik. Skagamaðurinn Damon Johnson skoraði 42 stig í eins stigs sigri Skagamanna í framlengingu 1998 og Clifton Cook hjá Tindastól skoraði 39 stig í fjögurra stiga sigri gegn Haukum 2003. Oddaleikir um sæti í undanúrslitum: 1995: Njarðvík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1995/00000172/01720301.htm [v-]89-72[slod-] KR 1996: Haukar [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1996/00000383/03830302.htm [v-]73-71[slod-] ÍR 1996: Keflavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1996/00000383/03830304.htm [v-]83-77[slod-] KR 1998: Grindavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1998/00000814/08140301.htm [v-]81-82[slod-] (76-76) ÍA 1998: KR [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1998/00000814/08140302.htm [v-]82-73[slod-] Tindastóll 1998: Njarðvík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1998/00000814/08140304.htm [v-]88-67[slod-] KFÍ 2000: Haukar [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2000/00001178/11780304.htm [v-]84-77[slod-] Þór Ak. 2000: Grindavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2000/00001178/11780302.htm [v-]112-70[slod-] Keflavík 2001: Njarðvík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2001/00001200/12000305.htm [v-]87-57[slod-] Skallagrímur 2001: Tindastóll [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2001/00001200/12000306.htm [v-]79-75[slod-] Grindavík 2002: Keflavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2002/00001401/14010304.htm [v-]94-84[slod-] Haukar 2002: Njarðvík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2002/00001401/14010302.htm [v-]99-92[slod-] Breiðablik 2002: KR [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2002/00001401/14010301.htm [v-]99-56[slod-] Hamar 2003: Grindavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001737/17370301.htm [v-]97-73[slod-] Hamar 2003: Keflavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001737/17370302.htm [v-]115-84[slod-] ÍR 2003: Haukar [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001737/17370304.htm [v-]85-89[slod-] Tindastóll 2004: Grindavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001985/19850303.htm[v-]89-84[slod-] KR 2004: Keflavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001985/19850302.htm [v-]98-96[slod-] Tindastóll 2005: Keflavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2005/00002175/21750301.htm[v-]80-75[slod-] Grindavík 2005: Snæfell [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2005/00002175/21750302.htm[v-]116-105[slod-] KR 2005: Fjölnir [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2005/00002175/21750304.htm[v-]72-70[slod-] Skallagrímur 2006: KR [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2006/00002424/24240302.htm[v-]67-64[slod-] Snæfell 2007: KR - ÍR 2007: Skallagrímur - Grindavík Sigurhlutfall: Heimalið: 20-2, 91% Sigurvegari annars leiks: 5-17, 23%
Sagan ekki sammála um úrslitin í kvöld
20 mar. 2007Í kvöld fara fram tveir oddaleikir í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla þegar KR-ingar taka á móti ÍR-ingum í DHL-Höllinni klukkan 19.15 og Skallagrímsmenn og Grindvíkingar mætast í Fjósinu í Borgarnesi klukkan 20.00. Þetta verður 23. og 24. sinn sem þarf oddaleik til þess að skera út um sæti í undanúrslitum og af því tilefni skoðaði KKÍ.is aðeins söguna og hverjar séu mestu líkurnar að leikirnir fari í kvöld. Þegar litið er á úrslit fyrri úrslitakeppna og hvernig hefur farið í oddaleikjum um sæti í undanúrslitum þá stendur sagan bæði með heima- og útiliðinum í kvöld. Meiri líkur eru þó að heimaliðin (KR Skallagrímur) vinni en þau hafa unnið í 91% tilfella í sömu stöðu. Þau lið sem hafa unnið annan leikinn og tryggt sér oddaleikinn í leiknum á undan (KR og Skallagrímur) hafa hinsvegar aðeins fimm sinnum tekist að vinna tvo leiki í röð og slá andstæðinga sína út eftir að hafa tapað fyrsta leik einvígisins. Það gerir bara 23% sigurhlutfall. Sagan var heldur ekki hliðholl KR og Skallagrím eftir að þau töpuðu fyrsta leik sínum á heimavelli en aðeins 8 af 18 liðum höfðu náð að tryggja sér oddaleik í þeim einvígum í sögu úrslitakeppninnar þar sem þurft hefur að vinna tvo leiki til að komast áfram. Um leið og oddaleikurinn er tryggður stóraukast líkurnar því 6 af þessum 8 liðum hafa síðan unnið oddaleikinn á heimavelli, nú síðast KR-ingar gegn Snæfelli í fyrra. Það hafa aðeins tvö lið verið slegin út á heimavelli í oddaleik um sæti í undanúrslitum. Það eru lið Grindvíkinga árið 1998 og lið Hauka árið 2003. Grindavík var deildarmeistari 1998 og tapaði fyrir ÍA sem endaði í 8. sæti. Haukar voru í 3. sæti 2003 en töpuðu fyrir Tindastól sem var í 6. sæti. Tveir aðilar í leikjum kvöldsins komu við sögu í þessum leikjum og hafa jafnframt misgóðar minningar frá þeim. Benedikt Guðmundsson, núverandi þjálfari KR, var þjálfari Grindvíkinga sem töpuðu þarna svo óvænt og Axel Kárason, núverandi leikmaður Skallagríms, var leikmaður Tindastóls sem vann á Ásvöllum. Axel skoraði 11 stig í leiknum. Í þessum tveimur sögulegu útisigrum var það einkum einn leikmaður í liði gestanna sem gerði útslagið í jöfnum leik. Skagamaðurinn Damon Johnson skoraði 42 stig í eins stigs sigri Skagamanna í framlengingu 1998 og Clifton Cook hjá Tindastól skoraði 39 stig í fjögurra stiga sigri gegn Haukum 2003. Oddaleikir um sæti í undanúrslitum: 1995: Njarðvík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1995/00000172/01720301.htm [v-]89-72[slod-] KR 1996: Haukar [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1996/00000383/03830302.htm [v-]73-71[slod-] ÍR 1996: Keflavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1996/00000383/03830304.htm [v-]83-77[slod-] KR 1998: Grindavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1998/00000814/08140301.htm [v-]81-82[slod-] (76-76) ÍA 1998: KR [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1998/00000814/08140302.htm [v-]82-73[slod-] Tindastóll 1998: Njarðvík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1998/00000814/08140304.htm [v-]88-67[slod-] KFÍ 2000: Haukar [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2000/00001178/11780304.htm [v-]84-77[slod-] Þór Ak. 2000: Grindavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2000/00001178/11780302.htm [v-]112-70[slod-] Keflavík 2001: Njarðvík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2001/00001200/12000305.htm [v-]87-57[slod-] Skallagrímur 2001: Tindastóll [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2001/00001200/12000306.htm [v-]79-75[slod-] Grindavík 2002: Keflavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2002/00001401/14010304.htm [v-]94-84[slod-] Haukar 2002: Njarðvík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2002/00001401/14010302.htm [v-]99-92[slod-] Breiðablik 2002: KR [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2002/00001401/14010301.htm [v-]99-56[slod-] Hamar 2003: Grindavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001737/17370301.htm [v-]97-73[slod-] Hamar 2003: Keflavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001737/17370302.htm [v-]115-84[slod-] ÍR 2003: Haukar [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001737/17370304.htm [v-]85-89[slod-] Tindastóll 2004: Grindavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001985/19850303.htm[v-]89-84[slod-] KR 2004: Keflavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001985/19850302.htm [v-]98-96[slod-] Tindastóll 2005: Keflavík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2005/00002175/21750301.htm[v-]80-75[slod-] Grindavík 2005: Snæfell [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2005/00002175/21750302.htm[v-]116-105[slod-] KR 2005: Fjölnir [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2005/00002175/21750304.htm[v-]72-70[slod-] Skallagrímur 2006: KR [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2006/00002424/24240302.htm[v-]67-64[slod-] Snæfell 2007: KR - ÍR 2007: Skallagrímur - Grindavík Sigurhlutfall: Heimalið: 20-2, 91% Sigurvegari annars leiks: 5-17, 23%