20 mar. 2007Nú styttist í oddaleiki í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Í kvöld fara fram tveir oddaleikir. Í DHL höllinni er það viðureign Reykjavíkurliðanna KR og ÍR. ÍR byrjaði vel með því að vinna á útivelli og var með góða stöðu fyrir heimaleik sinn sl. laugardag. KR mætti hins vegar tilbúnir og voru ekki á því að fara í sumarfrí strax og náðu að knýja fram oddaleik á sínum heimavelli i kvöld. [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002639/26390102.htm[v-]leikur 1[slod-] [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002639/26390202.htm[v-]leikur 2[slod-] Í Borgarnesi er það svo leikur Skallagríms og Grindavíkur og líkt og í hinni viðureigninni hafa liðin unnið sína leiki á útivöllum. Sl. föstudag þurfti að framlengja og þá höfðu Grindvíkingar betur. Skallagrímur náðu að hefna og sigra í Grindavík og því er oddaleikur staðreynd. [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002639_1_4[v-]leikur 1[slod-] [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002639_2_4[v-]leikur 2[slod-] Leikur KR og ÍR hefst klukkan 19:23 og leikur Skallagríms og Grindavíkur klukkan 20:00. Leikur Skallagríms og Grindavíkur verður í beinni útsendingu á SÝN og einnig er ráðgert að sýna beint frá lokamínútum KR og ÍR.