16 mar. 20072 leikir verða í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í kvöld. Njarðvík fær Hamar/Selfoss í heimsókn og Skallagrímur mætir UMFG í Borgarnesi. Njarðvíkingar voru efstir eftir deildarkeppnina en Hamar/Selfoss náði 8. og síðasta sætinu inn í úrslitakeppnina. Það eru því flestir sem að spá Njarðvík sigri í kvöld. ÍR-ingar sýndu þó í gær að þó að allt getur gerst og Hamar/Selfoss hefur oft leikið vel gegn toppliðunum í vetur. Njarðvík sigraði báða leiki liðanna í vetur. Fyrri leikurinn endaði [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002450/24500305.htm[v-]72-41[slod-] en þá léku Hamar/Selfoss án Bandarísks leikmanns. Seinni leikurinn var jafnari en hann endaði [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002450/24501405.htm[v-]69-75[slod-]. Það verður fróðlegt að sjá hvort að Hamar/Selfoss nái að skella Íslandsmeisturunum. Skallagrímur og UMFG voru í 4. og 5. sæti eftir deildarkeppnina og ætti þetta því að verða jöfn og spennandi viðureign. Liðin voru í sömu stöðu í fyrra en þá sigraði Skallagrímur einvígið 2-0. Grindavík hefur verið á góðri siglingu undanfarið og eru staðráðnir í að hefna ófaranna síðan í fyrra. Skallagrímur sigraði báða leiki liðanna í Iceland Express deildinni í vetur, fyrri leikur liðanna endaði [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002450/24500806.htm[v-]83-74[slod-] í Borgarnesi. Seinni leikurinn, í Grindavík, var hnífjafn en hann endaði [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002450/24501906.htm[v-]83-84[slod-].