16 mar. 2007Nú er leikjum kvöldsins í Iceland Express deild karla nýlokið. Báðir leikirnir voru æsispennandi, úrslitin réðust á lokasekúndunum og eftir framlengingu. Njarðvík vann nauman sigur á Hamri/Selfoss [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002639_1_1[v-]79-75[slod-] eftir að Hamar/Selfoss hafði leitt mestan hluta seinni hálfleiksins. Staðan var 63-70 fyrir Hamri/Selfoss um miðjan seinni hálfleik. Hamar/Selfoss leiddu með einu stigi þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum og George Byrd, miðherji Hamars/Selfoss fékk að auki 2 vítaskot. Hann hitti þó ekki úr þeim og Brenton Birmingham skoraði fyrir Njarðvík í næstu sókn. Njarðvíkingar náðu síðan að auka muninn og sigra með 4 stigum. Í Borgarnesi var ekki síður spennandi leikur. Þar var skorað heldur meira en eftir venjulegan leiktíma var jafnt og því þurfti að framlengja. Í framlengingunni var UMFG sterkari aðilinn og náði að sigra. Lokatölur voru [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002639_1_4[v-]105-112[slod-]. Skallagrímur verður því að sigra á útivelli á sunnudaginn.
Úrslit kvöldsins í Iceland Express deildinni
16 mar. 2007Nú er leikjum kvöldsins í Iceland Express deild karla nýlokið. Báðir leikirnir voru æsispennandi, úrslitin réðust á lokasekúndunum og eftir framlengingu. Njarðvík vann nauman sigur á Hamri/Selfoss [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002639_1_1[v-]79-75[slod-] eftir að Hamar/Selfoss hafði leitt mestan hluta seinni hálfleiksins. Staðan var 63-70 fyrir Hamri/Selfoss um miðjan seinni hálfleik. Hamar/Selfoss leiddu með einu stigi þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum og George Byrd, miðherji Hamars/Selfoss fékk að auki 2 vítaskot. Hann hitti þó ekki úr þeim og Brenton Birmingham skoraði fyrir Njarðvík í næstu sókn. Njarðvíkingar náðu síðan að auka muninn og sigra með 4 stigum. Í Borgarnesi var ekki síður spennandi leikur. Þar var skorað heldur meira en eftir venjulegan leiktíma var jafnt og því þurfti að framlengja. Í framlengingunni var UMFG sterkari aðilinn og náði að sigra. Lokatölur voru [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002639_1_4[v-]105-112[slod-]. Skallagrímur verður því að sigra á útivelli á sunnudaginn.