16 mar. 2007Iceland Express og KKÍ kynntu á dögunum leik sem að verður á öllum leikjunum í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar. Leikurinn er kallaður Borgarskotið og er þannig að 4 þátttakendur eru dregnir út og fá þeir að skjóta á körfuna og freista sér að vinna ferð með Iceland Express til einhverra af þeim borgum sem Iceland Express býður uppá. Í gær var skotið uppá ferð til Parísar fyrir tvo á leik KR og ÍR. Eyjólfur Ásberg Halldórsson varð í gær fyrsti sigurvegarinn í leiknum þegar hann hitti úr þriggja stiga skoti í leikhléi á milli 1. og 2. leikhluta. Eyjólfur er 9 ára og æfir með KR.
Fyrsti sigurvegarinn í Borgarskotinu
16 mar. 2007Iceland Express og KKÍ kynntu á dögunum leik sem að verður á öllum leikjunum í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar. Leikurinn er kallaður Borgarskotið og er þannig að 4 þátttakendur eru dregnir út og fá þeir að skjóta á körfuna og freista sér að vinna ferð með Iceland Express til einhverra af þeim borgum sem Iceland Express býður uppá. Í gær var skotið uppá ferð til Parísar fyrir tvo á leik KR og ÍR. Eyjólfur Ásberg Halldórsson varð í gær fyrsti sigurvegarinn í leiknum þegar hann hitti úr þriggja stiga skoti í leikhléi á milli 1. og 2. leikhluta. Eyjólfur er 9 ára og æfir með KR.