15 mar. 2007Úrslitakeppni Iceland Express deildar karla hefst í kvöld. Það verða tveir æsispennandi leikir í kvöld og fjörið heldur svo áfram á morgun þegar hinar tvær viðureignirnar hefjast. Í kvöld mætast Snæfell og Keflavík í Stykkishólmi og KR fær ÍR í heimsókn í DHL-Höllina í Vesturbænum. Snæfell og Keflavík hafa leikið marga spennuleiki í gegnum tíðina og má búast við skemmtilegum leik í kvöld í Stykkishólmi. Snæfell sigraði báða leiki liðanna í Iceland Express deildinni í vetur. Sá fyrri í Stykkishólmi endaði [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002450/24501105.htm[v-]80-67[slod-] en sá síðari [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002450/24502205.htm[v-]81-86[slod-]. Sá leikur var í síðustu umferð Iceland Express deildarinnar og var æsispennandi. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig leikurinn í kvöld þróast. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Leikur KR og ÍR hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður hann í beinni útsendingu á Sýn. KR sigraði báða leiki liðanna í Iceland Express deildinni í vetur. Þann fyrri [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002450/24500702.htm[v-]66-81[slod-] í Seljaskóla og þann seinni [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002450/24501802.htm[v-]89-81[slod-] í DHL-Höllinni. Seinni leikurinn var æsispennandi og margir telja að þessi viðureign geti orðið gífurlega spennandi.
Úrslitakeppnin hefst í kvöld
15 mar. 2007Úrslitakeppni Iceland Express deildar karla hefst í kvöld. Það verða tveir æsispennandi leikir í kvöld og fjörið heldur svo áfram á morgun þegar hinar tvær viðureignirnar hefjast. Í kvöld mætast Snæfell og Keflavík í Stykkishólmi og KR fær ÍR í heimsókn í DHL-Höllina í Vesturbænum. Snæfell og Keflavík hafa leikið marga spennuleiki í gegnum tíðina og má búast við skemmtilegum leik í kvöld í Stykkishólmi. Snæfell sigraði báða leiki liðanna í Iceland Express deildinni í vetur. Sá fyrri í Stykkishólmi endaði [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002450/24501105.htm[v-]80-67[slod-] en sá síðari [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002450/24502205.htm[v-]81-86[slod-]. Sá leikur var í síðustu umferð Iceland Express deildarinnar og var æsispennandi. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig leikurinn í kvöld þróast. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Leikur KR og ÍR hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður hann í beinni útsendingu á Sýn. KR sigraði báða leiki liðanna í Iceland Express deildinni í vetur. Þann fyrri [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002450/24500702.htm[v-]66-81[slod-] í Seljaskóla og þann seinni [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002450/24501802.htm[v-]89-81[slod-] í DHL-Höllinni. Seinni leikurinn var æsispennandi og margir telja að þessi viðureign geti orðið gífurlega spennandi.