13 mar. 2007Blaðamannafundi sem haldinn var til kynningar á úrslitakeppni Iceland Express deildar karla lauk fyrir stuttu síðan. Það var góð mæting á fundinn, bæði frá fulltrúum liðanna í úrslitakeppninni og fjölmiðlamönnum. Á fundinum var úrslitakeppnin kynnt en hún hefst næstkomandi fimmtudag. Það verður mikið sýnt frá leikjunum í úrslitakeppninni á Sýn og því sannkölluð körfuboltaveisla framundan. Iceland Express kynnti leik sem að verður á öllum leikjum í úrslitakeppninni. Leikurinn kallast Borgarskotið og snýst hann um að einhverjir úr áhorfendahópi eru dregnir út og fá að reyna langskot. Sá sem að hittir úr því vinnur sér inn ferð með Iceland Express til einhverrar af þeim borgum sem að þeir fljúga til. Í fyrsta leiknum verður skotið upp á það að komast til Berlínar. Það er mikil spenna í loftinu fyrir úrslitakeppnina og búast menn við spennandi og skemmtilegri keppni. Sjaldan hefur verið jafn erfitt að spá fyrir um sigurvegara í hverju einvígi fyrir sig.
Góð mæting á blaðamannafund
13 mar. 2007Blaðamannafundi sem haldinn var til kynningar á úrslitakeppni Iceland Express deildar karla lauk fyrir stuttu síðan. Það var góð mæting á fundinn, bæði frá fulltrúum liðanna í úrslitakeppninni og fjölmiðlamönnum. Á fundinum var úrslitakeppnin kynnt en hún hefst næstkomandi fimmtudag. Það verður mikið sýnt frá leikjunum í úrslitakeppninni á Sýn og því sannkölluð körfuboltaveisla framundan. Iceland Express kynnti leik sem að verður á öllum leikjum í úrslitakeppninni. Leikurinn kallast Borgarskotið og snýst hann um að einhverjir úr áhorfendahópi eru dregnir út og fá að reyna langskot. Sá sem að hittir úr því vinnur sér inn ferð með Iceland Express til einhverrar af þeim borgum sem að þeir fljúga til. Í fyrsta leiknum verður skotið upp á það að komast til Berlínar. Það er mikil spenna í loftinu fyrir úrslitakeppnina og búast menn við spennandi og skemmtilegri keppni. Sjaldan hefur verið jafn erfitt að spá fyrir um sigurvegara í hverju einvígi fyrir sig.