11 mar. 2007Í dag verða 2 leikir í 1. deild karla. Á Ísafirði tekur KFÍ á móti Ármanni/Þrótti og í Kópavogi mætast Breiðablik og Höttur. Í gær var einn leikur þegar Valsmenn sigruðu Hött [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002489_11_2[v-]92-72[slod-]. Leikur KFÍ og Ármanns/Þróttar hefst klukkan 14:00 og verður hægt að fylgjast með gangi mála á [v+]http://kfi.is/[v-]kfi.is[slod-]. KFÍ verður að sigra til þess að eiga möguleika á því að ná sæti í úrslitakeppni deildarinnar. Leikur Breiðabliks og Hattar hefst klukkan 16:00. Breiðablik er í mikilli baráttu við Val um 2. sæti deildarinnar. Liðið sem að nær því tryggir sér heimavallarréttindi í úrslitakeppninni.