5 mar. 2007Í kvöld verða leiknir 2 leikir í Iceland Express deild karla og 1 leikur í Iceland Express deild kvenna. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Hjá körlunum mætir Grindavík nágrönnum sínum frá Keflavík og Tindastóll tekur á móti KR. ÍS mætir svo Breiðablik í Iceland Express deild kvenna. Viðureign Grindavíkur og Keflavíkur er áhugaverð en Keflavík er í 5. sæti deildarinnar og Grindavík í því 6. Grindavík á enn möguleika á því að komast upp fyrir Keflavík en til þess að það takist þurfa þeir að sigra með meira en 4 stigum í kvöld og treysta svo á hagstæð úrslit í lokaumferðinni á fimmtudag. Keflavík sigraði fyrri leik liðanna [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002450/24501001.htm[v-]90-86 [slod-]. Á Sauðárkróki tekur Tindastóll, sem að er í 9. sæti deildarinnar á móti KR sem að er í baráttu um 2. sætið. Ef að KR sigrar í kvöld verða þeir einir í 2. sætinu með 34 stig. KR sigraði fyrri leik liðanna í deildinni [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002450/24501002.htm[v-]109-89[slod-]. Liðin mættust einnig í 16 liða úrslitum Lýsingarbikarsins. Þar sigraði KR [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002465/24650203.htm[v-]84-96[slod-] í hörkuleik. [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002450.htm[v-]Iceland Express deild karla[slod-]. ÍS tekur á móti Breiðablik í Kennaraháskólanum. ÍS er öruggt í 4. sæti deildarinnar en Breiðablik er í því 5. og er í mikilli fallbaráttu við Hamar. ÍS hefur sigrað alla leiki liðanna í vetur en Breiðablik hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarið. [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002451.htm[v-] Iceland Express deild kvenna[slod-].