1 mar. 2007[v+]http://www.kki.is/tolfraedi_ferill_leikmanns.asp?Felaganumer=25500[v-]Marel Örn Guðlaugsson[slod-] leikmaður Hauka leikur sinn 410. leik í Úrvalsdeild föstudaginn 2. mars þegar Haukar taka á móti ÍR. Þar með er Marel orðinn sá leikmaður sem leikið hefur flesta leiki í Úrvalsdeild frá upphafi og er hér einungis átt við deildarleiki, ekki úrslitakeppni. Það var þann 18. mars 1988 sem Marel lék sinn fyrsta leik í Úrvalsdeild, leikurinn var leikur Njarðvíkur og Grindavíkur og sigruðu heimamenn í Njarðvík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1988/1988001/0010066.htm[v-]101-64[slod-] og skoraði Marel 2 stig, þá nýorðinn 16 ára. Þjálfari nýliða Grindavíkur þennan vetur og sá sem gaf Marel “sénsinn” var Brad Casey. Marel lék í 9 tímabil með Grindavík og alls urðu deildarleikirnir 210 hjá honum og með þeim varð hann Íslandsmeistari 1996 og hlaut silfur 1994, 95 og 1997. Sumarið 1997 söðlaði Marel um og gekk til liðs við KR þar sem hann lék 2 tímabil, alls 44 leiki og fyrra árið töpuðu þeir úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitil svo Marel fékk sitt 4. silfur á 5 árum. Eftir 2 ár í KR skipti Marel í Hauka þar sem hann hefur leiki síðan og er leikurinn á föstudag gegn ÍR hans 156. deildarleikur með Haukum. Marel er nú að leika sitt 19. tímabil í Úrvalsdeild og á þeim tíma hefur hann haft 16 þjálfara. Tölfræði: 409 leikir í Úrvalsdeild 3293 stig í Úrvalsdeild 1 Íslandsmeistaratitill 1 Bikarmeistaratitill 38 A landsleikir 5 U20 landsleikir 18 Unglinga- og drengjalandsleikir
Marel leikur sinn 410. leik á morgun
1 mar. 2007[v+]http://www.kki.is/tolfraedi_ferill_leikmanns.asp?Felaganumer=25500[v-]Marel Örn Guðlaugsson[slod-] leikmaður Hauka leikur sinn 410. leik í Úrvalsdeild föstudaginn 2. mars þegar Haukar taka á móti ÍR. Þar með er Marel orðinn sá leikmaður sem leikið hefur flesta leiki í Úrvalsdeild frá upphafi og er hér einungis átt við deildarleiki, ekki úrslitakeppni. Það var þann 18. mars 1988 sem Marel lék sinn fyrsta leik í Úrvalsdeild, leikurinn var leikur Njarðvíkur og Grindavíkur og sigruðu heimamenn í Njarðvík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1988/1988001/0010066.htm[v-]101-64[slod-] og skoraði Marel 2 stig, þá nýorðinn 16 ára. Þjálfari nýliða Grindavíkur þennan vetur og sá sem gaf Marel “sénsinn” var Brad Casey. Marel lék í 9 tímabil með Grindavík og alls urðu deildarleikirnir 210 hjá honum og með þeim varð hann Íslandsmeistari 1996 og hlaut silfur 1994, 95 og 1997. Sumarið 1997 söðlaði Marel um og gekk til liðs við KR þar sem hann lék 2 tímabil, alls 44 leiki og fyrra árið töpuðu þeir úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitil svo Marel fékk sitt 4. silfur á 5 árum. Eftir 2 ár í KR skipti Marel í Hauka þar sem hann hefur leiki síðan og er leikurinn á föstudag gegn ÍR hans 156. deildarleikur með Haukum. Marel er nú að leika sitt 19. tímabil í Úrvalsdeild og á þeim tíma hefur hann haft 16 þjálfara. Tölfræði: 409 leikir í Úrvalsdeild 3293 stig í Úrvalsdeild 1 Íslandsmeistaratitill 1 Bikarmeistaratitill 38 A landsleikir 5 U20 landsleikir 18 Unglinga- og drengjalandsleikir