1 mar. 2007Í kvöld hefst 20. umferð Iceland Express deildar karla með fjórum leikjum. Spennan í deildinni er gífurleg og eru allir leikirnir mikilvægir fyrir liðin. Njarðvík getur tryggt sér deildarmeistaratitilinn með sigri í kvöld. Það verður þó ekki auðvelt fyrir Njarðvíkinga að sækja stig í Grafarvoginn en Fjölnismenn eru í gríðarlega harðri fallbaráttu og munu því örugglega berjast kröftuglega í þessum leik. Fyrri leikur liðanna endaði með sigri Njarðvíkinga [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002450/24500902.htm[v-]96-82[slod-]. Skallagrímur - Þór Þorlákshöfn ætti ekki síður að verða mikill baráttuleikur en með sigri í þessum leik kæmu Þórsarar sér í töluvert góða stöðu til þess að forða sér frá falli. Skallagrímur er hins vegar í harðri baráttu við KR um annað sætið í deildinni. Skallagrímur sigraði Þór fyrr í vetur [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002450/24500906.htm[v-]80-98[slod-]. Keflavík mætir Tindastól á heimavelli en Tindastóll er í mikilli baráttu við Hamar/Selfoss um að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Keflvíkingar mega ekki slaka á því að Grindavík er aðeins 2 stigum á eftir þeim í deildinni. Fyrri leikur liðanna fór [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002450/24500904.htm[v-]83-98[slod-] fyrir Keflavík. Í Stykkishólmi tekur Snæfell á móti UMFG en bæði lið eru í baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Ef að annað hvort liðanna nær að vinna sig upp um sæti þá gætu þessi lið mæst í úrslitakeppninni. Snæfell sigraði fyrri leik liðanna [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002450/24500905.htm[v-]68-75[slod-]. Umferðin klárast svo á morgun með 2 leikjum. Það er ljóst að það er nóg af skemmtilegum leikjum í kvöld og hvetjum við alla til þess að mæta á völlinn og fylgjast með leikjunum. [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002450.htm[v-]Staðan í deildinni[slod-].
4 leikir í Iceland Express deild karla í kvöld
1 mar. 2007Í kvöld hefst 20. umferð Iceland Express deildar karla með fjórum leikjum. Spennan í deildinni er gífurleg og eru allir leikirnir mikilvægir fyrir liðin. Njarðvík getur tryggt sér deildarmeistaratitilinn með sigri í kvöld. Það verður þó ekki auðvelt fyrir Njarðvíkinga að sækja stig í Grafarvoginn en Fjölnismenn eru í gríðarlega harðri fallbaráttu og munu því örugglega berjast kröftuglega í þessum leik. Fyrri leikur liðanna endaði með sigri Njarðvíkinga [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002450/24500902.htm[v-]96-82[slod-]. Skallagrímur - Þór Þorlákshöfn ætti ekki síður að verða mikill baráttuleikur en með sigri í þessum leik kæmu Þórsarar sér í töluvert góða stöðu til þess að forða sér frá falli. Skallagrímur er hins vegar í harðri baráttu við KR um annað sætið í deildinni. Skallagrímur sigraði Þór fyrr í vetur [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002450/24500906.htm[v-]80-98[slod-]. Keflavík mætir Tindastól á heimavelli en Tindastóll er í mikilli baráttu við Hamar/Selfoss um að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Keflvíkingar mega ekki slaka á því að Grindavík er aðeins 2 stigum á eftir þeim í deildinni. Fyrri leikur liðanna fór [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002450/24500904.htm[v-]83-98[slod-] fyrir Keflavík. Í Stykkishólmi tekur Snæfell á móti UMFG en bæði lið eru í baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Ef að annað hvort liðanna nær að vinna sig upp um sæti þá gætu þessi lið mæst í úrslitakeppninni. Snæfell sigraði fyrri leik liðanna [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002450/24500905.htm[v-]68-75[slod-]. Umferðin klárast svo á morgun með 2 leikjum. Það er ljóst að það er nóg af skemmtilegum leikjum í kvöld og hvetjum við alla til þess að mæta á völlinn og fylgjast með leikjunum. [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002450.htm[v-]Staðan í deildinni[slod-].