28 feb. 2007Jón Arnór var mættur aftur til Spánar með félögum sínum í Roma til að kljást við Tau Ceramica í Meistaradeildinni. Jón og félagar léku gegn Tau Ceramica frá Spáni í kvöld og það verður að segjast að þeir spænsku tóku Rómverja í kennslustund og sigruðu með 43 stiga mun [v+]http://www.euroleague.net/main/results/showgame?gamecode=186[v-]99:56[slod-] Jón lék lítið framan af í leiknum en kom svo inn á og spilaði meira og minna síðustu 20 mín leiksins. Jón endaði með 8 stig og var með stigahærri mönnum Roma. Lykilleikmenn Roma þeir David Hawkins og Mire Chatman voru með 4 stig saman og það er ekki ávísun á árangur á útivelli í þessari sterku deild.
Roma fékk skell á Spáni
28 feb. 2007Jón Arnór var mættur aftur til Spánar með félögum sínum í Roma til að kljást við Tau Ceramica í Meistaradeildinni. Jón og félagar léku gegn Tau Ceramica frá Spáni í kvöld og það verður að segjast að þeir spænsku tóku Rómverja í kennslustund og sigruðu með 43 stiga mun [v+]http://www.euroleague.net/main/results/showgame?gamecode=186[v-]99:56[slod-] Jón lék lítið framan af í leiknum en kom svo inn á og spilaði meira og minna síðustu 20 mín leiksins. Jón endaði með 8 stig og var með stigahærri mönnum Roma. Lykilleikmenn Roma þeir David Hawkins og Mire Chatman voru með 4 stig saman og það er ekki ávísun á árangur á útivelli í þessari sterku deild.