27 feb. 2007Í leik Hamars/Selfoss og Grindavíkur nú á dögunum var Kristinn Óskarsson að dæma sinn 433. leik í Úrvalsdeild. Þetta er merkilegt fyrir þær sakir að þar með hefur hann dæmt flesta leiki allra í Úrvalsdeild frá upphafi en hann dæmdi sinn fyrsta leik í þeirri deild 23. október 1988, en það var leikur [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1989/1989001/0010026.htm[v-]Njarðvíkur og Tindastóls[slod-] og meðdómari var Jón Otti Ólafsson. Kristinn Albertsson dæmdi á ferli sínum 432 leiki og í þriðja sæti er Leifur Garðarsson sem dæmdi 389 leiki. Í þessari talningu er einungis átt við leiki á hefðbundnu tímabili, ekki úrslitakeppni. Í gærkvöldi dæmdi Kristinn leik Njarðvíkur og KR og var það leikur númer 438. Þann leik dæmdi hann einmitt með þeim sem næstur er honum á listanum af starfandi dómurum, Björgvini Rúnarssyni sem var að dæma leik númer 271 í gærkvöldi.