25 feb. 2007Baráttan heldur áfram í kvöld þegar 19. umferð í Iceland Express deild karla hefst með fjórum leikjum. Á Selfossi leika Hamar/Selfoss gegn Keflvíkingum. Keflavík vann fyrri leik liðanna [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002450/24500802.htm[v-]81:63[slod-] Á Sauðárkróki eigast Tindastólsmenn og Snæfellingar við. Snæfell sigraði fyrri leik liðanna nokkuð örugglega á heimavelli [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002450/24500801.htm[v-]108:85[slod-] Í Seljaskóla tekur ÍR á móti Fjölni og má búast við fjörugum leik. ÍR vann í fyrri umferðinni í Grafarvogi [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002450/24500804.htm[v-]79:89[slod-] Í Grindavík koma svo Skallagrímsmenn í heimsókn. Skallagrímur vann fyrri leikinn [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002450/24500806.htm[v-]83:74[slod-] Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Eins og staða liðanna er þá er ljóst að allir leikir sem eftir eru skipta mjög miklu máli og því um að gera að skella sér á völlinn og upplifa þá spennu sem boðið er upp á. Í 1.deild karla er einn leikur þegar Ármann/Þróttur tekur á móti Valsmönnum í Hagaskóla klukkan 16:00