23 feb. 2007Í kvöld voru nokkrir leikir í Iceland Express deild karla og 1.deild karla. Í Keflavík var nágrannaslagur og höfðu gestirnir betur. Lokatölur leiksins urðu [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002450_18_3[v-]70:83[slod-] Með sigrinum komst Njarðvík aftur á toppinn. Í Borgarnesi var mikill stigaleikur þegar Skallagrímur hafði betur gegn Haukum [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002450_18_6[v-]122:106[slod-] Alls náðu fjórir leikmenn Skalla að skora yfir 20 stig. Í 1.deild karla var nágrannaslagur er Blikar sóttu Stjörnumenn heim. Stjörnumenn sem eru í baráttu um að komast í úrslitakeppni sigruðu örugglega í leiknum 89-59. FSu gerði góða ferð austur á Egilsstaði með því að vinna Hött 79:90.