23 feb. 2007Í dag laugardag verður mikið sýnt frá háskólakörfuboltanum á sjónvarpsstöðinni NASN. Hægt að nálgast áskrift hjá Símanum í gegnum breiðbandið eða ADSL. Fjörið byrjar með beinni útsendingu klukkan 16 á morgun með þætti þar sem Jay Bilas, Hubert Davis og Digger Phelps fara yfir gang mála í háskólaboltanum. Klukkan 17:00 hefst svo bein útsending frá leik Syracuse og Providence. Klukkan 19:00 verður bein útsending frá leik Pittsburgh og Georgetown. Fjörinu lýkur svo með beinni útsendingu frá leik Florida State og LSU. Nú styttist í " Mars Fárið " en þá fer allt á annan endann í bandaríkjunum slíkur er áhuginn á háskólakörfuboltanum. Það er óhætt að mæla með þessu sjónvarpsefni fyrir alla íþróttaáhugamenn, það er eiginlega erfitt að hrífast ekki með.