23 feb. 2007Í kvöld fara fram tveir leikir í 1.deild karla. Þar er einnig mjög hörð barátta um sæti eins og er í Iceland Express deildinni. Á Eglisstöðum taka Hattarmenn á móti FSu en þessi lið áttust við sl. þriðjudagskvöld á Selfossi. Þar höfðu FSu piltar betur í mögnuðum leik 116:111 en framlengja þurfti leikinn í tvígang til að fá fram úrslit. Það má því búast við skemmtilegum leik hjá þessum liðum í kvöld. Í Garðabæ er nágrannaslagur er Stjarnan tekur á móti Breiðablik. Stjarnan er í mikilli baráttu um að komast í úrslitakeppnina á meðan að Blikar eru í baráttu um að tryggja sér heimavallaréttinn í 4-liða úrslitum. Þegar þessi lið áttust við síðast var um hörkuleik að ræða. Blikar skoruðu flautukörfu til að knýja fram sigur [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002489/24890501.htm[v-]77:76[slod-] Bæði lið léku án bandarísks leikmanns í þeim leik en eru bæði með bandarískan leikmann að þessu sinni.
2 leikir í 1.deild karla í kvöld
23 feb. 2007Í kvöld fara fram tveir leikir í 1.deild karla. Þar er einnig mjög hörð barátta um sæti eins og er í Iceland Express deildinni. Á Eglisstöðum taka Hattarmenn á móti FSu en þessi lið áttust við sl. þriðjudagskvöld á Selfossi. Þar höfðu FSu piltar betur í mögnuðum leik 116:111 en framlengja þurfti leikinn í tvígang til að fá fram úrslit. Það má því búast við skemmtilegum leik hjá þessum liðum í kvöld. Í Garðabæ er nágrannaslagur er Stjarnan tekur á móti Breiðablik. Stjarnan er í mikilli baráttu um að komast í úrslitakeppnina á meðan að Blikar eru í baráttu um að tryggja sér heimavallaréttinn í 4-liða úrslitum. Þegar þessi lið áttust við síðast var um hörkuleik að ræða. Blikar skoruðu flautukörfu til að knýja fram sigur [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002489/24890501.htm[v-]77:76[slod-] Bæði lið léku án bandarísks leikmanns í þeim leik en eru bæði með bandarískan leikmann að þessu sinni.